Stutt færsla

Ætla á fjall í fyrramálið og löngu kominn tími á en í dag ætla ég að mæta á Austurvöll,það er tímabært líka að við förum að fjölmenna þangað í mörgum þúsundum !!

Ég er einn af þeim sem hef frekar dundað mér með börnunum ,litið í sund eða kringluna en ég vakna vel við þennan lestur og skora á alla sem hérna slæðast inn og vettlingi geta valdið að mæta og mótmæla friðsamlega    lesið vakningarræðuna hennar á slóðinni hér á eftir ..  ......

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/767334/

 

 


Tréklossar og túlipanar

Já,ég skrapp til lands tréklossa og tulipana í miðri kreppunni :)

Fékk í haust þá spurningu hvort ég vildi ekki koma með til Hollands í örfá daga svona til halds og trausts og það var fljótsvarað að ég ar til í það og ferðin var sem sé um helgina og gekk vel í alla staði  :)

En mikið gerir maður nú lítið af sér í útlandinu þessa dagana !! Óhætt að segja að maður fái lítið fyrir krónuna þessa dagana þegar maður þarf að borga ca 170 kr fyrir Evruna ...

En ferðin var góð og alveg er ég pottþéttur á að ég og ferðafélaginn höfum frekar styrkt böndin en hitt þessa daga :)

Núna er það svo hið hversdagslega líf með smá jólaundirbúningi framundan og í fyrsta sinn í mörg finn ég fyrir tilhlökkun vegna jólanna  :)

Vantar svo að einhver sparki í mig og drusli mér upp á fjall því það er til háborinnar skammar hvað ég er latur við að drusla mér af stað í fjallaferðir ,læt duga að hjóla og labba innanbæjar sem er engan veginn eins og góð fjallganga !!! 

En þetta kemur vonandi með vetrinum, snjónum og hækkandi sól eftir áramót :) 

  


jæja jæja

Fjöll !! Hvað er það  ?   Ég skal viðurkenna að ég er búinn að vera afskaplega latur við að labba eitthvað upp á síðkastið ,helst þá einhverjir flatlendislabbitúra á malbiki.....

Er samt búinn að eiga frábæra tíma og er mjög sæll og glaður með lífið og tilveruna .

Samt pínulítið búinn að fá upp í háls að kreppufréttum og viðtölum við hagfræðinga sem hafa eins margar skoðanir á hvað er rétt og þeir eru margir!

Eins finnst mér þetta farið að vera svolítið væmið hvað það eiga allir að vera góðir við alla ,er ekki nóg að vera góður við sína nánustu og sýna öðrum kurteisi ???

Ég hef reyndar alltaf aðhyllst þá skoðun að fólk eigi að njóta samvista við sína nánustu og þær geta verið einfaldar, algjör óþarfi að standa í stórræðum .

Hvernig væri að baka saman ,gera pizzu saman og láta börnin sjá um áleggið fyrir sig ? 

Hnoðast aðeins með ungviðið í staðinn fyrir að kaupa handa þeim nýjar tölvur og leiki .

Nú er kominn vetur og á morgum stöðum snjór og vil ég hvetja foreldra til að far með börnin út að renna, hvort sem það er á skíðum eða skautum . 

Óska ykkur öllum góðra daga og segi svo skál ;)


Rússalánið

Sko Gísli Marteinn, ástæðan fyrir því að svonefnt rússalán er upp á borðinu er sú að vinir þínir og frjálshyggjuleiðtogar vildu ekki lána okkur dollara eða evrur !!

Auðvitað vilja Rússar fá sem mest út úr láninu ,það vilja það allir sem lána pening og oftast er það kallað VEXTIR.

Vona að þú sért ekki svo barnalegur að halda að Rússar vilji fá aðstöðu á Keflavíkurflugvelli, held að þeir geri sér alveg grein fyrir að NATO þjóð láni þeim ekki land undir flugvöll.

Kannski vilja þeir eiga við okkur betri samskipti í sambandi við olíu og gasvinnslu á norður Atlandshafi og ætli við gætum fengið mikið betri bandamenn í það verk ??

Viltu ekki bara vera út í Englandi að stjórna RVK og þiggja fyrir það vænar fúlgur fjár ??

Kveðja  


mbl.is Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fjármálaráðherra ?

Og þessi umræddi Árni er í embætti fjármálaráðherra ?

Hann er búinn að vera umdeildur síðan hann tók við starfi og ætti núna ásamt seðlabankastjóra að segja starfi sínu lausu, afþakka öll biðlaun og önnur fríðindi og skammast sín !!

Hvurslags biðkollur eru hér við völd hugsa ég nú þessa dagana, á svona tímum gildir að aðgát skal höfð í orði sem og borði . 

Frjálshyggjuforstjórarnir og þeirra fylgisveinar allir eru búnir að fara offari í græðginni og það verður almenningur sem borgar !!

Nú er tími til að stokka aðeins upp ,koma hófsamara fólki til valda ,fjölga konum (sem almennt eru skynsamari ) í stjórnendastöðum hjá bönkum og hinu opinbera og hugsa aðeins um lífsgildin .

Hvar eru þeir núna ungliðar íhaldsins sem vildu að Íbúðalánasjóður yrði laggður niður ??

Einhverstaðar með skottið á milli lappanna ?? 


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallafærsla :)

Góð helgi að baki :) Börnin ,lítil fjallganga, matarboð, dans og bíó er svona brot af því sem helgin snerist um og hún var eðalgóð, meðfylgjandi mynd er mjög lýsandi fyrir helgina í heild sinni :)Vífilsfell 04 okt 2008 021

hana nú

Jæja ,þá er afmælisveislan búin ,fámenn en góðmenn á góðum veitingastað og eðalmatur snæddur .

Eftirrétturinn verður í minnum hafður lengi sem og reyndar kvöldið í heild sinni :)

Svo er það bara vinnan og það er gott að það er meira en nóg að gera svo maður sleppir að skoða fréttasíðurnar enda varla að þar sé nokkuð annað en fréttir af frjálsu falli krónunnar, bensín hækkunum og þvíumlíku.

Þá er tímabært að horfa á jákvæðar hliðar lífsins og hafa gaman af því að vera til :)

Fjall á dagskrá um helgina og vonandi að það viðri betur en síðustu daga ........brrr

Gaman samt að standa og horfa yfir hvítfextan sjóinn  fyrir utan Fiskislóðina :)

Mikill máttur þar á ferð  og ég fyllist alltaf smá lotningu við að sjá hann svolítið úfinn og þó ég hafi meira gaman af hálendinu þá hefur sjórinn ákveðið aðdráttarafl .

Einn daginn eignast ég kannski skútu og sigli um sæinn. . . . . ship og hoj  


Ég var beðinn um blogg

En hvað á maður að blogga um þegar maður er í bloggþurrð ?

Eða er maður kannski ekkert í bloggþurrð, nennir bara ekki að skrifa eitthvað út í bláinn ? 

Það er svo sem engin lognmolla í kringum mig og af nógu að taka ,salsað er stórskemmtilegt ,ég labbaði á fjall,var boðið í góða  súpu og er með hugann við  hugmyndasamkeppni svo ef þið hafið góðar hugmyndir af slagorðum fyrir heimasíðuna hjá Lýsi www.lysi.is  þá endilega senda mér í pósti :)

Bæði á íslensku og ensku ef mögulegt er :) 

Svo styttist víst í afmæli hjá mér og ég eldist ógnarhratt þó ég finni ekkert fyrir þessum aldri og finnist ég vera mun yngri en ég er :) 

Nóg að gera í vinnunni og mér finnst gaman að vinna hér og er alltaf að læra eitthvað nýtt og hana nú ,nú kom blogg eftir pöntun  :)


gaman gaman

Þetta var skemmtilegt kvöld,fyrsti salsatíminn og þetta á bara eftir að verða gaman :)

40 manns saman og flestir þekkjast þokkalega svo að það er mikill húmor í gangi og þetta á eftir að verða stórskemmtileg á fimmtudagskvöldum fram að áramótum .

Fín viðbót við fjallabröltið og örugglega fínasta leikfimi ,maður ætti að minnstakosti ekki að stirðna mikið við þessa hreyfingar :) 


Gaman

Fór stóran hring í kvöld hjólandi og það var góð stund .

Afskaplega getur Reykjavík verið friðsæl á svona lygnum kvöldum ,mikið af fólki úti að ganga og töluvert af hjólreiðafólki á ferðinni líka enda veðrið indælt alveg .

Allir virtust eiga það sameiginlegt að vera afskaplega rólegir og vera að njóta augnabliksins . 

Gaman að hjóla Nauthólsvíkina og út Ægissíðuna því sjórinn var eins og spegill og ljósin í Kópavoginum spegluðust í sjónum eins og um fallegt málverk væri að ræða

Hefði þurft að hafa myndavélina með eða kannski á maður bara að geyma minninguna í huganum (góð vinkona mín segir að maður eigi að gera það stundum ) .

Svona stundir láta mann gleyma dagsins amstri og gleðjast, ekki vafi á því :) 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband