þarf enga upphrópun

Langaði bara til að deila því með ykkur sem nennið að lesa þetta blog mitt að mér líður ljómand vel þessa dagana :)

Hef nóg fyrir stafni og sé ekki fram á að það breytist næstu vikur .

Tók mig meira að segja til og skráði mig á dansnámskeið og nú skal læra að dansa salsa ;)

Er það ekki fín viðbót við fjallabröltið ?


Sæll og glaður

Þá hef ég loksins eitthvað til að skrifa um en ég renndi inn í Þórsmörk/Goðaland í gær í góðum félagskap ( þeim besta sem ég gat hugsað mér í þetta ferðalag) .

Eftir að búið var að tjalda og koma sér fyrir var farið í góða gönguferð inn í Hvannárgil og upp í hlíðar Útgönguhöfða.

Enn og aftur féll maður í stafi yfir fegurð þessa magnaða svæðis .

Skemmtilegt svo að þegar við löbbuðum fram hjá Skálanum í Básum þá rákumst við á nokkra gamla vinnufélaga svo að eftir grill og gott vín var kíkt þangað í smá stund og spjallað um hitt og þetta ,

Síðan reyndu sumir ítrekað að  kveikja vænan varðeld en því miður gekk það ekki nógu vel og má sennilega kenna rökum eldivið um það .

Sunnudagurinn fór svo í heimferð og sund og afslöppun og núna er ég afskaplega sæll og glaður :) 


Kveikt á perunni

Ég minntist eitthvað á óróa í mér hér í síðustu færslu .

Ég veit upp á hár á þessari stundu hvað það er sem hefur valdið þessum óróa og ég veit svo sem alveg hvað ég á að gera til að láta hann hverfa alveg ,verst er að ég hef ekki minnstu löngun til að gera það  .

Svo að áfram verður einhver óróleiki í mér þó hann hafi minnkað töluvert í dag ,fæ bara áfram útrás með því að fara á fjöll og bóna bíla eða eitthvað í þeim dúr :)

 

Hafið það gott þangað til næst :) 


Órói

Það er einhver órói í mér ,kann ekki alveg að útskýra hann því mér líður vel að flestu ef ekki öllu leiti.

Það er ekki bara að mig langi áfjöll ,það er eitthvað meira en ég veit ekki alveg hvað það er !

Kannski er þetta bara tómleiki eftir sumarið sem var með eindæmum gott ?

Nú eða löngun í alvöru vetur og vetrarslark ? 

Þoli illa þegar ég veit ekki hvað það er sem veldur þessu og jafnvel læt það fara í taugarnar á mér ,samt bara lítið .

Leggst í innhverfa íhugun eftir helgi og finn lausnir :) 

 


Allt við það sama

Hér er allt í góðu lagi, mikil vinna hjá mér undanfarið og bara eitt lítið fjallabrölt ,svo lítið að það tekur því arla að tala um það :)

Rölti á Helgafell í Mosfellssveit á mánudag en í kvöld ætlum við í Labbitúrafélaginu að hittast og spjalla aðeins í ró og næði .

Kannski ákveðum við einhverja dagskrá fyrir veturinn ,kannski ræðum við bara hvað fólk langar að gera í sambandi við fjallamennsku.

Kannski sitjum við bara og spjöllum u eitthvað allt annað en ég veit það eitt að ég ætla að fá mér einn öl eða tvo :)

Stefni svo á góða ferð í Þórsmörk næstu helgi :) 


Lambafell og grande orange

Af nógu að taka !!

Ákvað fyrir skömmu að skella mér í ákveðið verkefni sem hefur setið á hakanum alltof lengi og það var fínt að taka fyrstu skrefin í þessu verkefni :)

Búið að vera mikið að gera hjá mér í nýju vinnunni og ég loks að komast þokkalega inn í hlutina og hef næg verkefni framundan :) 

Ekki get ég sett inn færslu án þess að minnast á gönguferð en ein slík átti sér stað í gærkvöldi en þá tölti ég í góðum félagskap í Lambafellsgjá

Gott grill og rauðvín og er það ekki uppskrift af góðu kvöldi þegar félgaskapurinn er eðal ?

Hefði haldið það :)

Leit aðeins á menninguna í RVK í dag, rölti niður Laugaveginn og þáði faðmlag frá ókunnri manneskju og vil hvetja Íslendinga til að muna að gott faðmlag gerir lífið betra  :)

Svo eru það tónleikar ,flugeldar og góðir vinir í kvöld .

Í fyrramálið er það svo auðvitað LEIKURINN ...ÍSLAND -Frakkland .

Ég er eins og flestir afskaplega stoltur af handboltalandsliðinu og þeir eiga allt það lof skilið sem á þá er hægt að bera :) 

Óska þeim góðs gengis í fyrramálið og sendi þeim góða strauma .

Síðan á að fara í golf í rigningunni og það verður bara gaman :) 

 

ÁFRAM ÍSLAND  

 


Helgin að baki

Þá er þessari helgi lokið svona að mestu .

Er búinn að hafa börnin hjá mér og okkur tókst að druslast í bíó mér og dótturinni og skemmtum okkur konunglega

Annars er þetta bara búið að vera leti og ég er búinn að vera pirraður fram úr hófi og það sennilega alveg að óþörfu  !!!!!

En svona er þetta bara stundum, stundum gerir maður sér grillur sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum eða minnstakosti litla stoð .

Erfitt fyrir mann eins og mig með mikið ímyndunarafl og vilja til að laga alla hluti með að ræða í stað þess að stundum er best að halda kj og segja ekki múkk !!!!!! 

Annars er ég bar búinn að vera of latur við að hreyfa mig og það er sennilega stór orsök fyrir pirringnum eða að ég skuli láta litla hluti pirra mig .

Svo nú verður hjólið tekið upp úr kjallaranum og eftir kvöldmat verður hjólað :)

Ná í smá þol og koma blóðflæðinu á gott ról :

 

Og hana nú :) 


Sumarlok í nánd

Nú er sumri farið að halla og það er óhætt að segja að þetta sumar hefur verið með þeim betri síðan ég man eftir mér og þá er ég ekki bara að tala um veðrið :)

Ég er búinn að gera margt og mikið ,gengið á mörg fjöll ,heimsótt staði sem ég hef lítið heimsótt undanfarin ár, eignast góða vini og átt margar frábærar stundir með þeim ,sumum fleiri og betri stundir en með öðrum en svoleiðis er það bara :)

Ég er fékk mikilmennskubrjálæði og gekk Glerárdalshringinn og sagði eftir það að það myndi ég aldrei gera aftur ..... en   sjáum til næsta sumar :)

Ég er búinn að fara í nokkrar góðar útilegur ,gengið á nokkur skemmtileg fjöll ,farið í góðar gönguferðir ,ég skipti um vinnu og ég fór á Pæjumót á Siglufirði með dóttur mína.

Ég kom labbitúrafélaginu mínu formlega á koppinn ..

En ég er eiginlega ekkert búinn að spila golf og hef ekki haft tíma til að sakna þess :) 

En ég er búinn að eiga margar góðar stundir og margar þær bestu hafa tengst fjöllum ,ferðalögum og ólaunaðri aukavinnu sem ég hef staðið í fyrir vinkonu mína :) 

Sumarið er svo sem ekki alveg búið og kannski hægt að draga það langt fram á haustið .menningarnótt eftir rúma viku og þá er ætlunin að eiga góða kvöldstund í góðum hóp :) 

Svo er tími kominn til að fara að huga að gönguferðum vetrarins, og ath hvort ég komist ekki í haustlitaferð í Þórsmörk :)

Niðurstaðan er sú að sumarið var afbragðs gott  og nú er bara að stefna á ekki síðri vetur :)


Ferðalag og fótbolti

Svei mér þá ,ég er að fara eftir örfáar stundir á fótboltamót á Siglufjörð !!

Hverjum dettur svona í hug segi ég bara  hehe :)

En nei ,ég ætla að fara að fylgjast með prinsessunni í fótbolta en hún fór norður í gær  en ég komst ekki vegna anna í vinnu svo það verður bara brunað af stað stax eftir vinnu í dag :)

Hlakka til að eiga helgi með henni og það verður dekrað við hana þessa helgi (alltaf gaman að dekra þær konur/stúlkur sem manni þykir vænt um og maður gerir aldrei of mikið af því  :))

Heimkoma á sunnudagskvöld væntanlega og kannski maður segi frá ferðalagi eftir helgi :)

Þangað til bið ég ykkur öll vel að lifa og njótið helgarinnar ,hvort sem þið eruð á Egilstöðum eða á Gaypride í RVK :) 


Á fjall ég fór

Skrapp með nokkrum félögum mínum á Kerhólakamb í Esju í kvöld og mikið var það gott að trítla þarna upp í rólegheitum ,spjalla ,skoða útsýnið þegar það var hægt og spá í lífið og tilveruna .

Fengum allar tegundir af veðri eða því sem næst :)

Rigning, sól, þoka og þoka og sól :)

Skemmtileg kvöldstund og þó að ég hefði svo sem viljað hafa fleiri úr gönguhópnum með í þessu trítli þá var félagskapurinn alveg eðalgóður í alla staði

Læt eina mynd fylgja þessari færslu  Kerhólakambur/út á Faxaflóa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband