jæja jæja

Fjöll !! Hvað er það  ?   Ég skal viðurkenna að ég er búinn að vera afskaplega latur við að labba eitthvað upp á síðkastið ,helst þá einhverjir flatlendislabbitúra á malbiki.....

Er samt búinn að eiga frábæra tíma og er mjög sæll og glaður með lífið og tilveruna .

Samt pínulítið búinn að fá upp í háls að kreppufréttum og viðtölum við hagfræðinga sem hafa eins margar skoðanir á hvað er rétt og þeir eru margir!

Eins finnst mér þetta farið að vera svolítið væmið hvað það eiga allir að vera góðir við alla ,er ekki nóg að vera góður við sína nánustu og sýna öðrum kurteisi ???

Ég hef reyndar alltaf aðhyllst þá skoðun að fólk eigi að njóta samvista við sína nánustu og þær geta verið einfaldar, algjör óþarfi að standa í stórræðum .

Hvernig væri að baka saman ,gera pizzu saman og láta börnin sjá um áleggið fyrir sig ? 

Hnoðast aðeins með ungviðið í staðinn fyrir að kaupa handa þeim nýjar tölvur og leiki .

Nú er kominn vetur og á morgum stöðum snjór og vil ég hvetja foreldra til að far með börnin út að renna, hvort sem það er á skíðum eða skautum . 

Óska ykkur öllum góðra daga og segi svo skál ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr.. þetta er eins og talað út úr mínu hjarta.. búin að vera löt, þreytt á kreppufréttum og öllu því tengdu. Litlu hlutirnir sem maður gerir með sínum nánustu sitja vel og lengi minningunni.. lengur en tölvuleikur allavega.

Er s.s.  bara alveg sammála þér í þessu bloggi.. (er reyndar ekki búin að vera að labba... jú nema í leikskólann)

Kv. Drífa

Drífa frænka (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband