17.2.2008 | 20:43
Blautt á fjöllum :)
Skellti mér í dag á fjöll ....Ætlaði með nokkrum kunningjum á Móskarðshnúka en vegna mikilla snjóskafla og rigningar var þeirri áætlun stungið snökklega ofan í skúffu þegar við komumst að því að vegurinn var lokaður við Hrafnabjörg ....að minnstakosti fyrir gamlan slyddujeppa ..
Því var dósin staðin upp í Skálafell og gengið á toppinn þar ....ætluðum að taka lyftu en það var slökkt á henni ...Nei ,,,tilgangurinn er sem sé að undirbúa hópinn fyrir göngu á Hvannadalshnúk ..rölta á eitt eða tvö fjöll hér í nágrenninu í hverri viku og svo ætlum við alltaf hærra og hærra þangað til við endum á hnúknum um miðjan mai .......
Þessi ganga var svo sem ekki frásögum færandi nema hún var örlítið blautt ....takið eftir að ég sagði örlítið ...haha ...hún var reyndar svo blaut að það var varla þurr þráður á manni eftir gönguna og sumir gátu hellt vatninu og krapanum úr gönguskónum sínum
Þetta var auðvitað rennandi blautur snjór og krapi sem við óðum upp að hné á leið upp fjallið og rigningin ...já ...var bara eins og góð sturta nema hitastigið hefði mátt vera aðeins hærra ;) já og vindurinn kannski minna en 10 -12 metrar á sek :)
En skemmtileg ganga í fínum félagskap og upp fórum við og allir komust heim heilir .......garmurinn sá til þess :)
Athugasemdir
Þetta var mjög hressandi ganga - hvert eigum við að fara næst???
P.S. Fótsporin á Esjunni koma mjög vel út á síðunni þinni :)
Elín (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.