fjölbreytt helgi að baki

Þá er skemmtileg helgi að baki ...:)

Byrjaði á laugardg með smá jeppaleik í góða veðrinu (alltaf gaman að láta sig dreyma um að slyddujeppinn sé alvöru Grin )  Fékk svo þær skelfilegu fréttir þegar ég opnaði tölvuna við heimkomu að Hermann og félagar í Portsmouth  hefðu lagt hið magna lið Manchester United að velli á Old Trafford í enska bikarnum ..... maður brást næstum í grát ...... Nei nei . svona er bara boltinn ,við tökum bara englandsmeistaratitilinn og kannski meistaradeildina líka :)  Arsenal eitthvað að hiksta heima fyrir sem er gott :) .

En ...deginum var reddað með heimsókn til kunningja þar sem hann bauð upp á snilldarmatreiddan þorsk ..og svo var skemmtilegur félagskapur þarna líka  haha ..

En þá var það sunnudagurinn :) hann var frábær og byrjaði með skemmtilegri göngu á Móskarðshnúka ..gengum frá Hrafnhólum og inn með Haukafelli að Þverfelli  og þar upp .....upp með þvergilinu og þaðan upp á topp í algjörri blíðu og þótt að sólin hafi falið sig öðru hvoru var veðrið meiriháttar og félagskapurinn ekki síðri.

Einhver hafði reyndar á orði að hann (hún) hefði áhyggjur af því að fara niður en var benmt snarlega á að Isaak Newton  hefði komist að því fyrir löngu að allt sem færi upp ...kæmi aftur niður :) 

Nú  svo var bara að láta sig vaða niður  ....auðvitað skemmtilegir skaflar til að renna sér niður eða hlaupa aðeins í snjó upp að hnjám ...bara fjör og hamingja Leiðin niður

Gangan tók allt í allt um 6 tíma og eftir hana þá var maður í hálfgerðri vímu þó maður hafi líka verið örlítið lúinn :)

Sé það að þeir sem mættu þennan daginn fara létt upp á Hvannadalshnúk í vor en þangað er stefnt í mai .....vonandi að maður fái gott veður þar :)

 

Þakka göngufélögunum fyrir frábærann dag á fjalli  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu já - ég komst víst niður aftur svo þetta er víst rétt hjá þér og Mr. Newton !!! Sjáumst hress og kát! Elín

Elín (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband