25.3.2008 | 14:44
Botnsúlur
Mig hefur alltaf langað að labba á Botnsúlur ,alltaf heillast af fjallinu þar sem það ber við himinn inn af Hvalfirði ,snjór í hlíðum langt fram á sumar ef ekki allt sumarið .
Gerði tilraun í haust til að labba á Miðsúlu (við héldum reyndar þá að við værum að fara á Syðstu-Súlu)
Ekkert gps með í för og kortið gleymdist í bílnum ..fjallgangan þá gekk ágætlega þangað til við áttum eftir kannski 150-200 metra upp en þá skall á okkur stórhríð og við skynsöm og drifum okkur niður fjallið og niður í bíl .
Núna voru aðstæður aðeins öðruvísi .Gps með í för og vitað hvert var verið að fara :) Sem sé stefnt beint á Miðsúlu :)
Gengum frá Langamel ,framhjá Stórabotni og um Leggjabrjótsleið áleiðis að fjallinu .
Í um 200 metra hæð var stefnan tekin beint upp fjallið eftir hrygg sem liggur langt upp í hlíðar þess og gekk gangan vel ,sumir fóru þó hægar yfir en aðrir en mér og fleirum tókst að draga viðkomandi upp erfiðasta hjallann :)
Eftir gott nestisstopp í 600 metra hæð var haldið áfram og gengið áfram upp fjallið og eftir 4 tíma göngu stóðum við á tindinum með ægifagurt útsýnið ..........i felum .
Skyggni var sem sé ca 25 metrar á toppnum og það þurfti að fara varlega ,smá gola efst en annars hafði veðrið verið gott til göngu þrátt fyrir smá snjómugggu alla leið .
Vorum sem sé 12 félagarnir sem stóðum á Miðsúlu hæst ánægð með árangur dagsins og það stefnir í að við verðum í fanta formi þann 17 mai þegar stóri dagurinn er áætlaður .
Trökkuðum okkur svo til baka niður efsta hluta fjallsins því þar er sumstaðar bratt niður og betra að fara sömu slóð til baka en sporin hurfu ótrúlega hratt þarna uppi þrátt fyrir að manni fyndist veðrið vera bara næstum ágætt :)........kannski sigurvíman að hafa klárað í þetta sinn en það var samt sett á stefnuskránna að fara aftur í sumar eða haust og þá í bjartara veðri :).
Komum í bíla eftir tæplega 6 tíma göngu og þó fólk hafi verið örlítið lúið var sælubros á öllum og enginn uppgefinn :).
Frábær endir á mikillri páskahelgi með Fermingum ,göngum ,matarboðum ,flísalögnum og örlítillri leti :)
Athugasemdir
En eigum við ekki einhvern tíman að ganga á Miðsúlu þegar það er eitthvað skyggni!!!!
elín (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 00:36
Jú ...skuldum Stebba það að fara aftur :)
Haraldur Halldór, 2.4.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.