Upp og niður fjall

Kerhólakambur up og þverfellshorn niður  10 apríl 2008 005

Hérna er enn ein fjallgöngufærslan mín ...það er eins og ég geri ekkert annað en að ganga á fjöll :)

Hóaði saman hóp í gær og á dagskrá var að labba á Kerhólakamb á Esju því eins og allir 4 lesendurniir mínir vita þá er ég kominn með hálfgert óþol á að labba upp leiðina á Þverfellshorn .

En við lögðum við Esjuberg og lögðum á fjallið rétt um 18,35 og ætlunin var að labba rólega upp á Kerhólakambinn enda hann þokkalega hár eða rúmlega 850 metrar  ..Byrjuðum á smá klöngri sem ég hafði aldrei áður staðið í með svona þungan bakpoka en var auðvitað ekkert mál :)

Gengum svo rosklega beint upp fjallið og það var frábært útsýni alla leið og veðrið mjög gott þótt það hafi verið svolítið kalt á okkur þegar ofar dró  .Eftir nestistopp í rétt um 600 metrum var haldið áfram og upp á kambinn vorum við komin eftir rúmlega tveggjatíma göngu ,,kannski nær tveggja og hálfstíma ....

Eitthvað vorum við að grínast með það á leiðinni upp að fara niður þverfellshornið og eftir smá umhugsun var tekin ákvörðun um það hlupið eftir fjallinu að Þverfellshorninu og það var virkilega skemmtileg að koma að horninu ofanfrá :) í það minnsta skemmtileg tilbreyting ..húrruðum okkur niður stóran skaflinn sem er þarna alltaf í gilinu og það passaði að þegar niður að steini var komið var farið að skyggja vel .....en við fórum samt rösklega niður og ég eiginlega hljóp niður síðustu 350 hæðarmetrana :)

Frábær ganga sem tók í það heila ca fjóra og hálfan tíma rúmlega :) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Shit.... ég verð bara þreytt á að lesa allar þessar göngusögur:)  Komin með harðsperrur við tilhugsunina:)

Kristín Birna (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband