Bloggleti ,fjöll og fótbolti

Ég get fullyrt það að ég er búinn að vera latur við að blogga ...hef svo sem aldrei verið neinn súperbloggari en sett ferðasögurnar inn jafnóðum og ætla nú kannski að lauma inn lítilli ferðasögi í þetta blogg.

Anars er fullt af skemmtilegri spennu í lífinu :) Styttist í að ég skipti um vinnustað .United gæti unnið tvöfalt og það er u ekki nema tæpar tvær vikur í að ég fari á Hvannadalshnúk :)

Ég kem til með að anda örlítið léttar þegar þeirri ferð og skipulagningunni fyrir hana verður lokið ...farið mikill en gríðarlega skemmtilegur tími í undirbúning fyrir æfingagöngur og fleira .

Það sem er reyndar lang skemmtilegast við þetta að hópurinn sem ég er að fara með hefur náð alveg gríðarlega vel saman og samheldni ,hjálpsemi og góður húmor er ríkjandi í ferðum okkar :)

Veit að í þessum hóp hefur myndast sterkur kjarni sem á eftir að ganga á mörg fjöll á ókomnum árum :)

 

Síðasta stóra æfingagangan fyrir hnúkinn var um helgina og við fórum á Eyjafjallajökul ,komumst ekki alveg upp en samt í 1558 metra samkvæmt garminum mínum sem er nokkuð nákvæmur .

Þar uppi var farið að draga aðeins af sumum enda ekki skrítið ,færið á Jöklinum var með eindæmum þungt og erfitt ,veðrið orðið leiðinlegt svo ekki sé meira sagt ,bálhvasst og skafrenningur og ekkert útsýni .

Sneru því bara við en þetta var virkilega góð æfing ,fengum rok,rigningu ,sól,logn ,skafrenning og bálhvassar rokur á okkur sem feiktu manni um koll .....ég reyndar fauk aldrei en aldrei fyrr hefur kvenmaður fokið eins auðveldlega í fangið á mér og þarna :)

Fólk uppgvötaði að það er ekkert mál að sólbrenna á jökli þó engin sé sólin og sólgleraugun eiga alltaf að vera með á jökli ..eða skíðagleraugu  ...

Þetta var sem sé strembin en skemmtileg ferð og flestir komu nokkuð góðir niður ,sumir með létta strengi daginn eftir en það er liðið úr öllum núna :)

Sunnudaginn notuðum við svo flest til að kíkja í heita pottinn í Salalaug og spjalla smá  og þó ég hafi nú ekki hóað í fólkið fyrr en klukkutíma fyrir mætingu þá vættu bara assgoti margir í pottinn :)

Kíkti svo með nokkrum félugum í bíó á sunnudagskvöldið og á Street Kings ....góð mynd fyrir utan frekar fyrirsjánlegan endi og klisjukenndan .

 

En jæja ..við Þessa örfáu lesendur mína vil ég segja takk fyrir lesturinn :)

Vonandi kíkið þið in sem oftast og setjið nú einstaka sinnum komment eða segjið hæ í gestabókinni  :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ : ) trúði nú ekki öðru en það kæmi færsla eftur Jökulinn, kíki nú reglulega hér

Berglind (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 18:46

2 identicon

kvitt kvitt

Jói Egils (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:38

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta hefur verið flottur dagur á jöklinum. Öfunda þig af túrnum framundan á Hnúkinn, þangað hef ég komið þrisvar á sleða, alltaf í fallegu veðri, magnaður staður. Þyrfti að komast þangað gangandi áður en maður verður of gamall fyrir svoleiðis..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.5.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband