13.5.2008 | 15:09
Hjólað í vinnuna
Ég er einn af þeim sem er að myndast við að hjóla í vinnuna og ég verð að segja að það er afskaplega gaman að sjá hve mörg hjól eru á ferðinni og hve fólk sem maður mætir er brosmilt alla jafna :)
Búið er að sópa flesta stíga og á flestum stöðum er nokk greiðfært þó það megi auðvitað bæta margt .
En eitt er það sem fer afskaplega í taugarnar á mér og það eru bílar sem er lagt upp á gangstéttir og þar sem stígar liggja á milli húsa ....
Nú ættu flestir bíleigendur að kannast við að bíllinn hafi verið rispaður og þá kannski af hjóli ,bílhurð eða bolta ..afskaplega ergjandi og sérstaklega ef maður er á nýlegum bíl !
En þarna er einmitt komin ein ástæðan fyrir rispunum ,fólk leggur bílunum sínum þar sem á EKKI að leggja þeim og hjólreiðamenn komast ekki án þess að rekast kannski örlítið utan í bílinn sem blokkar göngustíginn eða gangstéttina ......
Lenti í því í gær að bílstjóri lagði bíl upp á gangstétt eða eiginlega fyrir innan hana og svo þegar ég kom á hjólinu ..kom aftan að bílnum..þá opnaði ökumaðurinn dyrnar og ég bremsaði með tilheyrandi látum .... þarna átti vel við sem mótorhjólamenn segja ...líttu tvisvar !!
En snúum okkur aftur að ökumanninum umrædda ...honum klossbrá og varð eins og hræddur héri ..ég vorkenndi honum örlítið meira að segja og þegar hann baðst afsökunar þá sagði ég honum að hann ætti ekki að leggja svona á gangstétt og honum til hróss þá var hann snöggur að færa bílinn í betra stæði ...
það var reyndar ekki langt að fara ,kannski 10 metra áfram en það er ótrúlegt hvað fólk hefur mikla þörf að leggja eins nálægt þeim stað sem það er að sækja og mögulegt er .
Ég ætla ekki að skammast meira því að ég er ekki heilagur heldur en bið fólk að reyna að muna eftir að það er annað fólk líka í umferðinni ...annarskonar fararskjótar og þetta þarf ekki að kosta mann mörg skref en kannski færri rispur :)
Bið alla vel að lifa og veriði dugleg að hjóla,labba ,renna ykkur á línuskautum og njóta útiverunnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.