19.5.2008 | 23:26
Skýjum ofar
Það má segja að á laugardag hafi ég verið skýjum ofar en þá gekk ég á Hvannadalshnúk með vinahóp .
Skemmtilegt ferðalag sem hófst um miðjan vetur með lítillri skoðanakönnum :)
Vatt þó fljótt upp á sig og eftir að hafa átt marga góða daga á fjöllum í vetur þá var loks komið að takmarkinu ....Hvannadalshnúkur var það .
Við vorum 16 sem ætluðum að labba ...sá hópur hafði reyndar breyst smávegis frá fyrstu dögum undirbúnings ,sumir hætt við ,aðrir komið inn í staðin og sumir hætt við en hætt svo við að hætta við ..
Fórum austur í öræfi á föstudegi og eftir að hafa þegið veitingar í Vík í mýrdal var leið haldið áfram austur í Skaftafell en þar var komið við hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum sem ætluðu að fylgja okkur á toppinn ,þar sóttar græjur sem þurfti til jöklabrölts ,broddar mátaðir og belti og fólki afhent ísöxi til stuðnings á göngu .
Hópurinn minn gisti allur saman í Vesturhúsi ..Hofi í Öræfsveit og við vorum svo heppin að eiga vini sem komu með austur til að elda handa okkur og veita móralskan stuðning .
Föstudagskvöldið fór í undirbúning og að svara spurningum ,fylgjast með veðurspá og borða ....og borða svo aðeins meira :)
Flestir fengu sér svo einn öl til að slaka betur á en ég hef nú samt grun um að flestir hafi sofið frekar lítið :)
Ég ræsti svo fólk kl 04.00 og það var ekki laust við að spenna væri í fólki ,morgunmatur og lokahönd lögð á undirbúninginn .
Veðrið var fínt til göngu ,skýjað en lyngt og frekar svalt svona í morgunsárið .
Við vorum komin á bílastæðið við Sandfell rétt um 5 og fararstjórar stuttu seinna .
Eftir smá messu frá þeim var labbað af stað og farið fetið .
Ekki mikið um stopp en í rúmlega 300 metra hæð var hægt að stoppa til að ná sér í vatn og það gerðum við öll .
Eftir stutt stopp var gengið áfram ,teknar stuttar pásur einstaka sinnum og í um 1100 metra hæð var stoppað ,menn fengu sér að borða og drekka .Þarna vorum við komin upp í skýjahuluna og ég var nokkuð viss umað við myndum ganga upp úr henni fyrir rest :)
Þarna var öllum skipað í belti og skipað 8 manns í línu .
Minn hópur sem sé í tveimur línum .
Eftir stuttan fyrirlestur frá Dagnýu leiðsögumanni var lagt af stað og ekki var varið hraðar núna upp stæðstu brekku á Íslandi ....ca 700 metra hækkun og 5 km í vegalengd ..En upp fórum við ogm í ca 1500 metrum byrjaði allt í einu að rofa til .....Dyrhamar birtist okkur á hægri höng og hnúkurinn sást í fjarska þótt hann hyrfi svo aftur sjónum .
Þetta var tilkomumikil stund ,við vorum komin skýjum ofar og það var skemmtileg sjón að sjá nokkra fjallstinda stinga sér upp úr skýjunum .
Í um 1800 metrum var áð aftur og þá stóð hópurinn á barmi öskjunnar Öræfajökuls ,ofan á allt að 1000 metra þykkum ís .
Nú blasti Hvannadalsnúkur við okkur í allri sinni dýrð og ég held að þeir sem höfðu ekki séð hann áður hafi þótt hann tilkomumikill að sjá .Sprungurnar sáust greinilega úr þessari fjarlægð .
Við vorum svo sem búin að ganga yfir nokkrar sprungur en þær höfðu allar verið frekar léttar viðfangs :)
Áfram haldið yfir sléttuna að hnúknum og þegar að honum var komið var tekin smá pása ,reimaðir broddar undir gönguskóna og flestir ákváðu að skilja eftir bakpokann sinn þarna ,ég reyndar ákvað að hafa minn með ,ég er jú með stærri markmið fyrir sumarið og þá er um að gera að hafa sem mest fyrir þessu :)
upp á hnúkinn sjálfan mjökuðumst við hægt og rólega ,margar sprungur og sumar þeirra í stærri kanntinum og mín tilfinning er sú að það sé meira um sprungur en undanfarin ár !!
En yfir þær fórum við og það létt og eftir klukkutíma í hlíðum hnúksins stóðum við sæl og glöð á toppnum :)
þar var skálað í Kampavíni og koniaki ,fjöll næsta árs skoðuð (Hrútfjallstindar) og margar myndir teknar í blíðunni .
Eftir gott stopp var svo haldið niður aftur og ég fékk þann heiður að leiða línuna mína niður og auðvitað gekk það bara nokkuð vel þó einhver hafi aðeins fundið fyrir óöryggi í mesta brattanum
Samaleið svo til baka og svo sem ekki frá miklu að segja nema að niðri beið okkar móttökunefnd til að fagna okkur ,síðan brunað í ,,heita"pottinn í Svínafelli og svo aftur í vesturhús en þar var Base camp liðið okkar á fullu við matarundirbúning .
Auðvitað fékk maður sér einn ískaldan öl ,smá rauðvín og örlítið koniac með matnum og þetta var ein sú skemmtilegasta máltíð sem ég hef tekið þátt í í langan tíma :)
Heimferð svo á sunnudegi og komið við í flsteum þéttbýliskjörnum suðurlands ...annaðhvort til að kaupa nammi,bensín ,skella sér í sund ,fá sér ís eða versla sér rómatíska hamborgara .....
Frábær helgi að baki og yndisleg að tilheyra svona hóp eins og þeim sem var með í för ,hvort sem fólk gekk á hnúkinn eða aðrar göngur :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.