Niðurtalning

Nú styttist í starfslok hjá Actavis ,þeim seinkaði reyndar aðeins miðað við fyrstu áætlanir en ég lifi það létt af :)

Hlakka til að takast á við nýtt starf hjá Lýsi en er gríðarlega glaður að losna úr vaktavinnunni en veit um leið að ég á eftir að sakna margra vinnufélaga ,maður verður bara að vera duglegur að hafa samband . Vinnan við lyfjablöndununa er líka fjölbreytt og skemmtileg ,enginn dagur eins og alltaf eitthvað nýtt í gangi .

Er sem sé á minni síðustu kvöldvaktarviku þessa vikuna ,þarf reyndar að vinna af mér föstudagskvöldið því það á að skella sér í leikhús og sjá Ástin er diskó,lífið er pönk ....erum 20 manns sem ætlum saman og ég held að við pönkararnir séum í algjörum minnihluta ,diskódísirnar séu mikið fleiri :)

Svo er stefnan tekin á Akrafjall á laugardag því ég tolli ekki á flatlendinu of lengi í einu :).

Svo þarf ég víst að fara að koma mér í betra form fyrir 24/24  og ætla að nota hjólið mikið til þess ,svona bæði til að ná í aukið þrek og ekki verra að spara bensín á þessum síðustu og verstu ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hvað segirðu - hættur hjá Actavis - Þar misstu þeir einn góðan !

Gangi þér vel í nýju starfi hjá Lýsi...alltaf gaman að breyta til :)

Kanada kveðjur,

Lina

Lina (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 01:04

2 Smámynd: Haraldur Halldór

Þakka þér fjallastelpa :) ...það er GMP hjá Lýsi og  Concorde svo þetta verður næstum eins og að vera heima bara :)

Haraldur Halldór, 5.6.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband