Nokkuð er ég viss .

Nokkuð er ég viss um að þeir sem detta hérna inn svona ..óvart'' skilja fæstir í þessari fjallafíkn minni :)

En það er í góðu lagi ,við erum ekki öll eins ,höfum ekki sömu áhugamál og þó að fjöllin heilli mig mest  þessa dagana þá hef ég gaman af óskaplega mörgu öðruog skil alveg fólk sem hefur ekkert gaman af svona príli.

En ég veit líka að margir sem hafa ekki gaman af þessu hafa aldrei staðið á fjallstindi á sumarsíðkvöldi .

Ég naut þeirrar gæfu í gær að standa á Hátind á Esju kl 23 í gærkvöldi og auðvitað í samfloti með mínum yndislegu göngufélögum :)

Ég held að annar eins hópur fyrirfinnist ekki ,samheldni ,hjálpsemi ,góður húmor og væntumþykja umlykur þennan hóp .

Þetta er ólíkt göngufólk ,sumir vilja fara  langt ,aðrir styttra ,sumir vilja fara rólega ,aðrir  spretta úr spori ...en samt er samheldnin afskaplega mikil  og það bregst ekki að ef einhver á í erfiðleikum með eitthvað þá er alltaf einhver tilbúinn til aðstoðar ,plástur ,teigjubindi ,labba með til að hvetja ,laga mannbrodda eða rétta vatsnflösku ,það er ekkert verk of stórt .

Mér er mikill heiður að vera hluti af þessum hóp sem hefur veitt mér ómælda ánægu í vetur og vor og í gærkvöldi var ég yfirfullur af stolti með þessum hóp þegar maður sá fjöllin allt í kring ,við höfðum gengið á þau mörg í vetur og vor .

Skarðsheiði ,Botnsúlur ,Móskarðhnúkar ,Skálfell , Hekla ,Eyjafjallajökull, Hengill , Vífilsfellið ,Helgafell ,Húsfell ,Keilir ,Grímannssfell,Úlfarsfell og Helgafell í Mosfellssveit .

Einu fjöllin sem við sáum ekki voru Þorbjörn og Akrafjall  sem og aðrara gönguleiðir sem við höfðum gengið á Esjuna

Við sáum lika fjöll sem við eigum eftir að ganga á og það er ljóst að þessi gönguhópur er ekki að leggja upp laupana  

Þeim félögum mínum sem detta hérna inn vil ég þakka fjallaferðirnar sem komnar eru og hlakka til ókominna :)

 

Og að lokum þá langar mig að biðja fólk að kvitta einu sinni fyrir lesturinn og vona að einhver hafi haft gaman af

:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er kurteisi að kvitta fyrir innliti.

Þetta er ein af síðunum sem ég rakst á um daginn og dró mig í "klúbbinn". Það er gaman að lesa um ferðirnar ykkar og vonandi á ég eftir að komast með í fleiri. Fannst súrt að komast ekki með í gærkv. og var mikið með hugann hjá ykkur. Og það eru sko orð að sönnu að þessi hópur er góður, það hef ég fundið vel í þessum fáu ferðum sem ég hef farið. Og þú átt heiður skilið fyrir þinn þátt í þessu......því ef ég skil rétt þá er þetta aðallega til komið vegna þín.

Takk fyrir að vera göngugarpur og lofa öðrum að njóta með þér (í skrifum jafnt sem göngum)

Kv. Klara Sv.

Klara Sv. (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:59

2 identicon

Kvitt!
Og þá erum við kvitt, Aragon ;-)

Ester Ósk (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 22:37

3 identicon

Jæja þá í þetta sinn, ég skal kvitta :)

 En annars takk fyrir frábært kvöld í gærkvöldi, þó svo að hægt sé að telja mínúturnar sem að við eyddum saman á fingrum annarar handar

 En við bætum líklega úr því á mánudaginn

Siggi (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:28

4 identicon

ég kvitta hér með fyrir innliti og ætla að taka undir þessi orð þín um þenna anda sem ríkir í þessum hóp, hann er einstakur, og Halli minn bara takk fyrir að vera til en þú ert nátturulega kveikjan að öllu þessu brölti og ert búin að leggja á þig ómælda vinnu fyrir okkur en ég held nú að það sé ekki spurning að þú hafir uppskorið eins og þú hefur sáð sjáumst á fjalli  kveðja  Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:00

5 identicon

Kvitt kvitt :-)

Jói (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband