Ég er væminn :)

Þórsmörk og Vík í Mýrdal 14.jun.08 013

Einhverjir vilja meina að ég sé væminn og það er sko í góðu með það  :)

Ég er nefnilega tilfinningavera og í margbreytileika sínum er lífið að mestu frábært og gerir mig meyran :) 

 

Ég er nefnilega búinn að eiga yndislega helgi sem byrjaði á stórskemmtun ,góðum mat ,mojito blöndun og tilraun til að kenna mér að dansa :)

Þurfti á svona góðu kvöldi að halda því ég var að yfirgefa marga góða vinnufélaga sem eru fyrrverandi vinnufélagar núna  ...en ég á góða vini á fleiri stöðum og einn þeirra var búinn að bjóða góðum hóp í skemmtistund austur í Vík í Mýrdal á laugardeginum .

Grill ,öl og góður félagskapur , góð gisting ásamt morgunverðarhlaðborði .....það er auðvitað boð sem ekki er hægt að hafna

En áður en til Víkur var farið var rennt inn í Þórsmörk þar sem kær vinkona fékk að æfa sig á að aka yfir ár og ég held svei mér þá að hún hafi notið þess :)

Ég ætla að minnsta kosti að vona það

Reyndar tók ég lyklavöldin í mínar hendur í smá stund því mig langaði yfir Krossá og vildi bera sjálfur ábyrgð á þeirri för .

Kia fór það létt þó ökumaðurinn hafi verið örlítið stressaður á köflum á leiðinni til baka :)

En við vorum 4 saman sem áttum skemmtilegar stundir í Básum ,Langadal og Stakkholtsgjá áður en brunað var austur í Vík . 

Á morgun á svo að labba á Esjuna og byrja við Laufskörð og enda í Blikdal ......það eru nokkrir kílómetrar og verður síðasta stóra æfingargangan fyrir 24/24 .

Ég er svo heppinn að ég fæ tvo góða félaga með mér og aðrir góðir vinir ætla upp á Esjuna á ýmsum stöðum til að bætast í hópinn og fylgja okkur á leiðarenda  ..

OG þeir sem eiga svona vini að meiga vera væmnir  finnst mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband