Hefðbundin fjallafærsla

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá er stefnan hjá mér að labba það sem kallast 24/24 í sumar ,nánar þann 12 júli (sjá  www.glerardalur.is )

Það er sem sé ganga á 24 tinda á 24 tímum.

Til að ganga svoleiðis göngu þarf maður að vera í þokkalegu formi og við fórum saman 3 félagarnir í æfingagöngu  í gær .

Reyndar ætlar bara annar þeirra með mér norður en hinn mætti til að veita móralskan stuðning og auðvitað var það vel þegið :)

Gengum upp milli Þverárdals og Skánardals ,yfir Laufskörð og þaðan eftir Esjunni endilangri inn á Hábungu og svo niður á Þverfellshorn þar sem bættist við einn göngugarpur.Esjan endilöng 16 jun 2008 008

Ég get alveg sagt að Laufskörð voru fyrir mína parta léttasti hluti leiðarinnar þó að þau séu kannski ekki fyrir mikið lofthrædda, þá  var þó gott undirlag þar til að ganga á ,annað en annarstaðar á leiðinni  því aðra eins göngu hef ég aldrei gengið .

Það var búið að segja mér að Esja væri grýtt í toppinn en svona stórgrýtt datt mér aldrei í hug og ef ég hefði verið einn á ferð þá hefði ég farið niður Þverfellshornið  hikstalaust .Esjan endilöng 16 jun 2008 036

En ég var ekki einn á ferð og það ætlaði fólk að koma á móti okkur upp Blikdalinn og sem betur fer er leiðin frá Þverfellshorninu og að Kerhólakamb mun léttari en frá Laufskörðum að Þverfellshorninu.

En þetta var það eina sem skyggði á gönguna því félagskapurinn var eðalfínn ,samskiptin við það fólk í bænum sem vissi af okkur ekki síðri og það að fólk væri að príla á fjallið til að veita okkur stuðning er auðvitað ómetanlegt  .

Vorum komnir niður í Blikdal nákvæmlega 8 klst eftir að við lögðum af stað og Þá búnir að ganga 21,63 km  og ég var eiginlega lúnari en eftir Hvannadalshnúk  :) svona næstum ;)

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir röltið :-)

Jói Egils (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Haraldur Halldór

Þakka þér sömuleiðis :)

Haraldur Halldór, 17.6.2008 kl. 11:07

3 identicon

Ég þakka sömuleiðis fyrir skemmtilegt rölt. Er bara merkilega góður í dag svo ég er farinn að hlakka til að takast á við Glerárdalinn með þér :)

Siggi (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 13:59

4 identicon

takk fyrir að bíða eftir mér, ég naut göngunnar með ykkur

Elín Einars (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 17:19

5 identicon

Sýnist á öllu að ég hafi bara verið heppin að vera upptekin þegar þessi ganga var farin. Hefði annars örugglega álpast til að fara með ykkur.

Inga

Inga (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband