19.6.2008 | 07:18
Lífið er ekki bara dans á rósum
Eins og flestir vita þá er lífið ekki alltaf dans á rósum og rósir vilja stinga ef ekki er farið varlega með þær.
Ég er staddur inn í miðjum rósavendi og það eru þyrnar að stinga mig alltaf öðru hvoru og varna mér leið að því sem ég vil vera að fara .
En ég ætla upp stilkinn og að rósaknúppnum því þar er ég fullviss um að best sé að vera .
Af nógu að taka hjá mér þessa dagana ,ný vinna , mikið um fjöll og fyrnindi og svo hef ég haft nóg annað smottery fyrir stafni .
En það eru þyrnar og ég vil komast fram hjá þeim ,ekki klippa þá burt með háværu klippi .
En vil samt minna ykkur öll á að njóta lífsins þegar það er hægt .
Verið góð við hvort annað og ekki öfunda einn né neinn ,samgleðjist þem sem eru hamingjusamir því í því er fólgin hamingja þó að hún sé ekki alltaf auðfundin .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.