21.6.2008 | 06:44
Engin fjöll þessa helgina .
En eitthvað smá verður labbað því á morgun stendur til að kikja með börnin í Lambafellsgjá á Reykjanesi ..
Heiðmörk í dag ,grill og leikir .
Annars er ég afskaplega rólegur eitthvað þrátt fyrir að það sé alltaf einhverjar hindranir í vegi mínum í persónulega lífinu .
Ég einhvernveginnn er svo sannfærður um að ég endi sáttur og fái það sem ég vil .
Veit ekki hvaðan ég fæ þessa sannfæringu ,þessa ró en það auðveldar mér flókið líf.
það er líka gott þessa dagana að vita að maður á góða vini ,maður veit að ef maður þarf á að halda þá er einhver tilbúinn að hlusta , klappa á bakið og hughreysta .
það er ómetanlegt .
Nýja starfið gengur vel ,átti reyndar frekar erfitt með að einbeita mér í gær en það kom ekki að sök því það var afskalega rólegt að gera hjá okkur . Seinniparturinn var hreingerningadagur hjá öllum og endaði með grilli ,þar sem boðið var upp á tvenns konar kjöt ,gos,bjór,vín,eftirrrétti og gleði og gaum .
Stakk af snemma ..sótti börnin í Borgarnes og nú stendur til að láta þau njóta helgarinnar :)
Á meðan vil ég minna ykkur á að lífið er of stutt til að gera ekki það sem manni langar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.