24.6.2008 | 22:01
Ný hlið á gömlu fjalli
Fór í gær með tveimur vinum á Helgafell ..ekki frásögum færandi nema að í þetta sinn var farin fáfarnari leið upp en oftast og enn fáfarnari leið niður ....gegnum gatklettinn sem fæstir hafa séð í fjallinu en er gríðarlega falleg náttúrusmíð .
Aldrei þessu vant var ég ekki með myndavél og því engar myndir teknar en ég ætla þarna aftur og þá að fá eina vinkonu mína með sem hefur gaman af fallegu landslagi og fjallabrölti ...og auðvitað með myndavél ,
Fjallið er eiginlega hrikalega fallegt sunnan og austan megin og synd að maður skuli sjaldan gefa sér tíma til að skoða eitthva meira en bar tinda á þeim fjöllum sem ég labba á .
Reyndar hefur það breyst til batnaðar með nýjum félagskap og góðum vinum .
Ég er samt eitthvað andlaus ,mjög eirðarlaus ..og ekki alveg upp á mitt besta ...........veit alveg hvað er að hrella mig og vonast til að það lagist fljótlega :)
Hef eins og oftast í nógu að snúast ,loksins byrjaður að spila golf ,nóg að gera í vinnunni við að koma sér inn í nýtt starf og svo er stefnan á eitt fjall um helgina ,ég þarf að komast með gönguhópnum mínum eitthvað :)...... ég þarf félgaskapinn þessa daga og þessi félgaskapur gefur mér mikið .
Muniði samt öll að vera góð við hvert annað og fyrirgefa misgjörðir.
Athugasemdir
Hæ, bara að kvitta fyrir innlitinu.
En ég er þá ein af þessum fáu sem farið hef gegnum gatið á niðurleið og sammála að Helgafellið er fallegt og margbreytilegt. Gekk þessa "venjulegu" leið upp og fór svo áfram og yfir fellið til að fara gegnum gatið....frábært.
Kv.Klara Sv.
Klara Sv. (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.