25.6.2008 | 09:22
Hraðvirkar breytingar
Sagði í gærkvöldi að ég væri andlaus ,eirðarlaus og eitthvað meira ...sagði að ég vissi hvað væri að hrella mig og eitt gott og langt símtal í gær lagaði helling :)
Mér líður þar af leiðandi mikið betur
Svo nú horfi ég brosandi til morgundagsins og hlakka til alls þess sem ég ætla að gera með vinum mínum í sumar :)
Ætla að labba á Kálfstinda á laugardag og eitthvað fjör um kvöldið
Á stefnuskránni er svo útilega þar sem stefnt verður á að rölta upp í Heklu ef börnin fást í labb .
Akureyri þar sem ég og annar til ætlum að labba 24/24 og fáum klapplið með okkur :)
Laugavegurinn í beinu framhaldi af því svona nánast og góð helgi í Þórsmörk .
Stefni svo aftur á Laugaveginn í haustlitum og þá í mun minni hóp :)
Svo er búið að plana margar stuttar göngur ,kvöldrölt í fámenni sem fjölmenni .. hjólaferð og rauðvínsdrykkju út í náttúrunni og gaman verður að sjá hvað tekst að framkvæma af öllu sem um hefur verið rætt :)
Einnig stendur til að gera Kia ölítið háreistari fyrir júlí og jeppalegri ;)
En eins og ég segi ,hugsum jákvætt og á glaðlegum nótum
Athugasemdir
Það er alltaf gott að spjalla við góða vini, þeir geta gert kraftaverk ef að manni líður ekki vel.
En ég hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni með þér, hvort sem það verða 24/24, Laugavegurinn, kvöldgöngur, dagsgöngur eða elta golfbolta
Svo væri ég alveg til í að drekka rauðvín úti í náttúrunni, en ég held að þú hafir ekki haft mig í huga þegar þú varst að plana það
Ég hlakka sömuleiðis mikið til næstu vikna enda leikur lífið við mig þessa dagana
Siggi (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 16:33
Sorry Siggi minn en nei ......skal viðurkennt að ég var akkúrat ekkert að hugsa um þig þegar rauðvínsdrykkjuna bar fyrst á góma ;)
Eigum eftir að skemmta okkur vel á fjöllunum fyrir norðan og ekki erum við óheppnir með klappliðið :)
Kæmi mér reyndar ekki á óvart þó við yrðum lúnir á Laugaveginum en við hristum það af okkur og þá kemur þú með koniakið ......ísöxin ...þú mannst ;)
Haraldur Halldór, 25.6.2008 kl. 18:45
Enginn valkvíði hér ,geri það sem ég kemst yfir ,hitt verður bara gert síðar :)
Þetta með ísöxina er pínulítið lokal hjá labbitúrafélaginu Stígur stuttlungur og tengist ákveðnum formanni ,mér og rannsóknarlögreglumanni ...svona mest ....jú og Sigga aðeins eitthvað smá .
En jú Guðrún ,ég ætla að njóta og er búinn að vera að njóta alveg á fullu :)
Náttúran okkar er svo frábær að annað er ekki hægt :)
Haraldur Halldór, 25.6.2008 kl. 21:18
Sæll strákur, mér líst vel á sumarið hjá þér.
Heyrðu, ég kem á klakann í smá stopp í sumar og verð á Akureyri í eina viku um miðjan ágúst...hvenær ferðu 24/24 ?
Mig langar nebbliega líka !
Lína (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 03:53
Hæ Lína fjallalabbari ...24/24 er 12 júlí í ár ....stefnir í metþátttöku skilst mér og ekki seinna vænna að vera með áður en þetta veður túristadæmi eins og hnúkurinn.
En þú mátt alveg gera tilraun til að draga mig á fjöll í ágúst ,hugsa að ég verði ekki búinn að fá nóg af þeim þá :)
Haraldur Halldór, 26.6.2008 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.