Á fjall ég fór

Skrapp með nokkrum félögum mínum á Kerhólakamb í Esju í kvöld og mikið var það gott að trítla þarna upp í rólegheitum ,spjalla ,skoða útsýnið þegar það var hægt og spá í lífið og tilveruna .

Fengum allar tegundir af veðri eða því sem næst :)

Rigning, sól, þoka og þoka og sól :)

Skemmtileg kvöldstund og þó að ég hefði svo sem viljað hafa fleiri úr gönguhópnum með í þessu trítli þá var félagskapurinn alveg eðalgóður í alla staði

Læt eina mynd fylgja þessari færslu  Kerhólakambur/út á Faxaflóa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrikalega flott mynd

Já ég hefði mikið viljað komast með ykkur en  því miður þá átti ég ekki heimangengt í gær en kem með síðar :-)

kv. Jói

jói egils (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Haraldur Halldór

Jú Arna ,það er einmitt eitt af því senm gerir íslenskt veðurfar skemmtilegt ,það er margbreytileikinn :)

Og takk Jói ,ég er mjög montinn af þessari mynd og setti hana á desktoppinn strax í gærkvöldi .

Haraldur Halldór, 7.8.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband