Gaman

Fór stóran hring í kvöld hjólandi og það var góð stund .

Afskaplega getur Reykjavík verið friðsæl á svona lygnum kvöldum ,mikið af fólki úti að ganga og töluvert af hjólreiðafólki á ferðinni líka enda veðrið indælt alveg .

Allir virtust eiga það sameiginlegt að vera afskaplega rólegir og vera að njóta augnabliksins . 

Gaman að hjóla Nauthólsvíkina og út Ægissíðuna því sjórinn var eins og spegill og ljósin í Kópavoginum spegluðust í sjónum eins og um fallegt málverk væri að ræða

Hefði þurft að hafa myndavélina með eða kannski á maður bara að geyma minninguna í huganum (góð vinkona mín segir að maður eigi að gera það stundum ) .

Svona stundir láta mann gleyma dagsins amstri og gleðjast, ekki vafi á því :) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband