Fjall og Hellisbúar

Kálfstindar  28 jun 08 002

Kálfstindar á Lyngdalsheiði var fjall helgarinnir ,skemmtileg ganga með smá príli ,gróft undirlag ,flott veður og frábær félgskapur að vanda :)

Vorum 11 saman sem fórum þetta og eftir fjall var ákveðið að kíkja í Laugarvatsnshelli og skoða hann .

Svo skemmtilega vildi til að þegar við komum þangað var á hefjast ættarmót afkomenda þeirra sem bjuggu þarna síðast  (1918 - 1922) og við fengum meira að segja að hitta síðasta íslenska hellisbúann :)

Eitthvað sem gerði heimsókn í hellinn mun minnisverðari

Renndum eftir það í kaffi til félaga okkur í Grímsnesinu ,svo í bæinn og eftir sturtu og eftir það fór hópurinn saman á TGI Fridays að borða og flestir fengu sér kolvetnisdrykk :)

Eftir góða stund var svo farið í bæinn þar sem sest var að á einu öldurhúsinu ,meiri kolvetnisdrykkur og hlegið og spjallað :)  og það var gott spjall :)

 Latur í dag eftir góðan laugardag :)


Tjáningarþörf

Ég hef verið að lesa hin ýmsu blogg undanfarið og margur lesturinn hefur verið stórskemmtilegur.

Virðist sem hamingjan sé allsráðandi hjá mörgum þessar vikurnar og er það gleðiefni fyrir alla hlutaðeigandi :) já og okkur öll því við samgleðjumst þeim sem eru hamingjusamir :)

Enda veðrið þessa dagana til að vera hrifinn /skotinn/ástfanginn .

 Þetta er líka veðrið til að njóta útiveru ,hvort sem það er hjólatúr eftir Ægissíðunni ,Golfhringur einhverstaðar ,labb á fallegt fjall eða bara setjast út í garð og njóta .

Veðrið hefur verið svo gott að ég hef ekki einu sinni litið á veðurspá ,ákvað bara göngu á Kálfstinda á laugardag  ,verð að komast eitthvað að gera eitthvað svo ég sitji ekki með gemsann í höndunum allan daginn sendandi sms til útlanda ......Nú er ég sem sé farinn að skrifa eins og bloggin sem ég hef verið að lesa ...

Verð að fókusa á fjöll eða eitthvað þessa helgi .

Annars er það helst að ég er allur að læra á nýju vinnuna , mikil breyting fyrir mig frá fyrra starfi .

Spennandi tímar sem sé framundan og vonandi góðir í alla staði .

Styttist í 24/24 og ég er farinn að finna fyrir smá spennu ...er ég að ráðast í eitthvað sem ég ræð ekki við ?

Held ekki ,held að ég eigi að komast þetta og það er bara að vonast eftir góðu gönguveðri :)

Skýjað takk en milt ,smá golu yfir daginn en það má lygna um kvöldið .

Það er sem sé óskaveðrið mitt :)

 

 

 


Hraðvirkar breytingar

Sagði í gærkvöldi að ég væri andlaus ,eirðarlaus og eitthvað meira ...sagði að ég vissi hvað væri að hrella mig og eitt gott og langt símtal í gær lagaði helling :)

Mér líður þar af leiðandi mikið betur  

Svo nú horfi ég brosandi til morgundagsins og hlakka til alls þess sem ég ætla að gera með vinum mínum í sumar :)

Ætla að labba á Kálfstinda á laugardag og eitthvað fjör um kvöldið  

Á stefnuskránni er svo útilega þar sem stefnt verður á að rölta upp í Heklu ef börnin fást í labb .

Akureyri þar sem ég og annar til ætlum að labba 24/24 og fáum klapplið með okkur  :)

Laugavegurinn í beinu framhaldi af því svona nánast og góð helgi í Þórsmörk .

Stefni svo aftur á Laugaveginn í haustlitum  og þá í mun minni hóp :)

Svo er búið að plana margar stuttar göngur ,kvöldrölt í fámenni sem fjölmenni .. hjólaferð og rauðvínsdrykkju út í náttúrunni og gaman verður að sjá hvað tekst að framkvæma af öllu sem um hefur verið rætt :)

Einnig stendur til að gera Kia ölítið háreistari fyrir júlí  og jeppalegri  ;)

 

En eins og ég segi ,hugsum jákvætt og á glaðlegum nótum  


Ný hlið á gömlu fjalli

Fór í gær með tveimur vinum á Helgafell ..ekki frásögum færandi nema að í þetta sinn var farin fáfarnari leið upp en oftast og enn fáfarnari leið niður ....gegnum gatklettinn sem fæstir hafa séð í fjallinu en er gríðarlega falleg náttúrusmíð .

Aldrei þessu vant var ég ekki með myndavél og því engar myndir teknar en ég ætla þarna aftur og þá að fá eina vinkonu mína með  sem hefur gaman af fallegu landslagi og fjallabrölti ...og auðvitað með myndavél ,

Fjallið er eiginlega hrikalega fallegt sunnan og austan megin og synd að maður skuli sjaldan gefa sér tíma til að skoða eitthva meira en bar tinda á þeim fjöllum sem ég labba á .

Reyndar hefur það breyst til batnaðar með nýjum félagskap og góðum vinum  .

Ég er samt eitthvað andlaus ,mjög eirðarlaus ..og ekki alveg upp á mitt besta  ...........veit alveg hvað er að hrella mig og vonast til að það lagist fljótlega  :)

Hef eins og oftast  í nógu að snúast ,loksins byrjaður að spila golf ,nóg að gera í vinnunni við að koma sér inn í nýtt starf og svo er stefnan á eitt fjall um helgina ,ég þarf að komast með gönguhópnum mínum eitthvað  :)...... ég þarf félgaskapinn þessa daga og þessi félgaskapur gefur mér mikið .

 

Muniði samt öll að vera góð við hvert annað og fyrirgefa misgjörðir. 

 

 

 


Engin fjöll þessa helgina .

En eitthvað smá verður labbað því á morgun stendur til að kikja með börnin í Lambafellsgjá á Reykjanesi ..

Heiðmörk í dag ,grill og leikir .

Annars er ég afskaplega rólegur eitthvað þrátt fyrir að það sé alltaf einhverjar hindranir í vegi mínum í persónulega lífinu .

Ég einhvernveginnn er svo sannfærður um að ég endi sáttur og fái það sem ég vil .

Veit ekki hvaðan ég fæ þessa sannfæringu ,þessa ró en það auðveldar mér flókið líf.

það er líka gott þessa dagana að vita að maður á góða vini ,maður veit að ef maður þarf á að halda þá er einhver tilbúinn að hlusta , klappa á bakið og hughreysta .

það er ómetanlegt .

Nýja starfið gengur vel ,átti reyndar frekar erfitt með að einbeita mér í gær en það kom ekki að sök því það var afskalega rólegt að gera hjá okkur . Seinniparturinn var hreingerningadagur hjá öllum og endaði með grilli ,þar sem boðið var upp á tvenns konar kjöt ,gos,bjór,vín,eftirrrétti og gleði og gaum .

Stakk af snemma ..sótti börnin í Borgarnes og nú stendur til að láta þau njóta helgarinnar :)

 

Á meðan vil ég minna ykkur á að lífið er of stutt til að gera ekki það sem manni langar 


Right next to the rigth one

 What if we where meant to be together

What if you where meant to be the one    .........


Lífið er ekki bara dans á rósum

Eins og flestir vita þá er lífið ekki alltaf dans á rósum og rósir vilja stinga ef ekki er farið varlega með þær.

Ég er staddur inn í miðjum rósavendi og það eru þyrnar að stinga mig alltaf öðru hvoru og varna mér leið að því sem ég vil vera að fara .

En  ég ætla upp stilkinn og að rósaknúppnum því þar er ég fullviss um að best sé að vera .

 

Af nógu að taka hjá mér þessa dagana ,ný vinna , mikið um fjöll og fyrnindi og svo hef ég haft nóg annað smottery fyrir stafni .

 

En það eru þyrnar  og ég vil komast fram hjá þeim ,ekki klippa þá burt með háværu klippi .

 

En vil samt minna ykkur öll á að njóta lífsins þegar það er hægt .

Verið góð við hvort annað  og ekki öfunda einn né neinn ,samgleðjist þem sem eru hamingjusamir því í því er fólgin hamingja þó að hún sé ekki alltaf auðfundin .


Einföld færsla

Fann eitt gamalt uppáhaldslag ......sumir vita að ég legg mest upp úr laginu og þetta er í mínum huga gott lag .

Nú einhverjir eru mest fyrir texta og þeir hlusta á hann :)

 


Hefðbundin fjallafærsla

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá er stefnan hjá mér að labba það sem kallast 24/24 í sumar ,nánar þann 12 júli (sjá  www.glerardalur.is )

Það er sem sé ganga á 24 tinda á 24 tímum.

Til að ganga svoleiðis göngu þarf maður að vera í þokkalegu formi og við fórum saman 3 félagarnir í æfingagöngu  í gær .

Reyndar ætlar bara annar þeirra með mér norður en hinn mætti til að veita móralskan stuðning og auðvitað var það vel þegið :)

Gengum upp milli Þverárdals og Skánardals ,yfir Laufskörð og þaðan eftir Esjunni endilangri inn á Hábungu og svo niður á Þverfellshorn þar sem bættist við einn göngugarpur.Esjan endilöng 16 jun 2008 008

Ég get alveg sagt að Laufskörð voru fyrir mína parta léttasti hluti leiðarinnar þó að þau séu kannski ekki fyrir mikið lofthrædda, þá  var þó gott undirlag þar til að ganga á ,annað en annarstaðar á leiðinni  því aðra eins göngu hef ég aldrei gengið .

Það var búið að segja mér að Esja væri grýtt í toppinn en svona stórgrýtt datt mér aldrei í hug og ef ég hefði verið einn á ferð þá hefði ég farið niður Þverfellshornið  hikstalaust .Esjan endilöng 16 jun 2008 036

En ég var ekki einn á ferð og það ætlaði fólk að koma á móti okkur upp Blikdalinn og sem betur fer er leiðin frá Þverfellshorninu og að Kerhólakamb mun léttari en frá Laufskörðum að Þverfellshorninu.

En þetta var það eina sem skyggði á gönguna því félagskapurinn var eðalfínn ,samskiptin við það fólk í bænum sem vissi af okkur ekki síðri og það að fólk væri að príla á fjallið til að veita okkur stuðning er auðvitað ómetanlegt  .

Vorum komnir niður í Blikdal nákvæmlega 8 klst eftir að við lögðum af stað og Þá búnir að ganga 21,63 km  og ég var eiginlega lúnari en eftir Hvannadalshnúk  :) svona næstum ;)

 

 

 

 


Ég er væminn :)

Þórsmörk og Vík í Mýrdal 14.jun.08 013

Einhverjir vilja meina að ég sé væminn og það er sko í góðu með það  :)

Ég er nefnilega tilfinningavera og í margbreytileika sínum er lífið að mestu frábært og gerir mig meyran :) 

 

Ég er nefnilega búinn að eiga yndislega helgi sem byrjaði á stórskemmtun ,góðum mat ,mojito blöndun og tilraun til að kenna mér að dansa :)

Þurfti á svona góðu kvöldi að halda því ég var að yfirgefa marga góða vinnufélaga sem eru fyrrverandi vinnufélagar núna  ...en ég á góða vini á fleiri stöðum og einn þeirra var búinn að bjóða góðum hóp í skemmtistund austur í Vík í Mýrdal á laugardeginum .

Grill ,öl og góður félagskapur , góð gisting ásamt morgunverðarhlaðborði .....það er auðvitað boð sem ekki er hægt að hafna

En áður en til Víkur var farið var rennt inn í Þórsmörk þar sem kær vinkona fékk að æfa sig á að aka yfir ár og ég held svei mér þá að hún hafi notið þess :)

Ég ætla að minnsta kosti að vona það

Reyndar tók ég lyklavöldin í mínar hendur í smá stund því mig langaði yfir Krossá og vildi bera sjálfur ábyrgð á þeirri för .

Kia fór það létt þó ökumaðurinn hafi verið örlítið stressaður á köflum á leiðinni til baka :)

En við vorum 4 saman sem áttum skemmtilegar stundir í Básum ,Langadal og Stakkholtsgjá áður en brunað var austur í Vík . 

Á morgun á svo að labba á Esjuna og byrja við Laufskörð og enda í Blikdal ......það eru nokkrir kílómetrar og verður síðasta stóra æfingargangan fyrir 24/24 .

Ég er svo heppinn að ég fæ tvo góða félaga með mér og aðrir góðir vinir ætla upp á Esjuna á ýmsum stöðum til að bætast í hópinn og fylgja okkur á leiðarenda  ..

OG þeir sem eiga svona vini að meiga vera væmnir  finnst mér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband