óþol :)

Það er óþol í fótunum á mér ,mig er farið að langa á fjall og þykir slæmt hvað ég er hef lítinn tíma í fjallgöngur þessa dagana .

Mig langar að fara með gönguhópinn minn á Hafnarfjallið ,Helgarfellið upp gilið og niður hinumeginn í gegnum gatklettin, Laufskörð á Esjunni, Syðstu Súlu í Botnsúlum,Skessuhorn ,Snæfellsjökul (sem er víst ófær þessa dagana), Vífilsfellið í björtu ,Tindfjöll, Eyjafjallajökul í björtu og fullt af öðrum fjöllum :)

það verður af nægu að taka í haust og vetur og næsta vor verður stefnt á Hrútfjallstinda sem lokaferð vetrarins :)

Hvort ég fari á Hvannadalshnúk fjórða árið í röð verður að koma í ljós þegar nær dregur :)

En í þessum góða félagskap sem myndar félagskapinn sem kallar sig Labbitúrafélagið Stígur Stuttlungur  er afar ánægjulegt að ganga á fjöll ,þar á ég góða vini og félaga og hópurinn er orðinn mjög samhentur  og samstíga.

Og að vera félagi í svoleiðis gönguhóp er mikið gott :) 

 


Leyndardómar Snæfellsjökuls

Góður dagur í gær :)

Snæfellsjökull eins og margir aðrir jöklar heillað mig afskaplega mikið og þó að hann sé kannski ekki minn uppáhaldsjökull þá er hann samt dulmagnaður og maður er svo oft búinn að sjá hann úr fjarska  í mismunandi ljósa og litbrigðum að það væri skrítið ef hann laðaði mann ekki eitthvað til sín :)

Áhvað því í gær að aka vestur og upp að jökli eins og hægt væri :)Hellisandur og Snæfellsjökull (9)

Renndi út á  Hellisand þar sem vinkona mín og hennar fólk ákváðu að koma með upp að jökli .

Ekki var gengið á jökullinn í þetta sinn því hann er víst afskaplega slæmur yfirferðar,sprungin  og blautur og ætli maður verði ekki að bíða vetrar til að labba þarna upp :) 

Eftir skemmtilegan bíltúr og útiveru þarna undir jökli var svo aftur farið á Hellisand þar sem okkur var svo boðið í grillveislu og var það skemmtileg stund og dagurinn því allur alveg eðalgóður .

Heimkoma rétt fyrir miðnætti og í dag á að slaka á og hafa það rólegt :) 

 


Gaman að sjá

Gaman að sjá hvað þessi ágæta bloggsíða breytist dag frá degi núna ,meira að segja oft á dag og það allt vegna bilunar hjá mogganum :)

Útlisbreytingar það er að segja .

Spurning um að bíða fram yfir helgi áður en maður stillir hana  eins og hún var eða hvort maður finni sér nýja og góða mynd í hausinn :)

Annars er það að frétta að ég er búinn að hafa meira en nóg að gera í vinnu og barnauppeldi síðustu daga og þó börnin séu stillt og góð þá þarf að hafa smá fyrir þeim og í gær var farið í góðan göngutúr ,sund og svo auðvitað komið við í ísbúðinni eftir það :)

Veit ekki hvað ég geri um helgina en langar eitthvað og þá helst í stutta útilegu :)

Vesturland ...Snæfellsnes .....Skorradalur ..... sé til :)

Svo er reyndar óvenju mikið í bíóhúsum borgarinnar og ég ætla að reyna að sjá eitthvað  af því ,sumt með börnunum en sumt frekar í fylgd með fullorðnum :)


Eirðarlaus

Hef fundið fyrir eirðarleysi í gær og í dag (og smá söknuði )....vantar eitthvað að gera og kann varla við einveruna sem ég er í núna eftir allan félagaskapinn sem ég hef haft alla daga upp á síðkastið .

Bæði er ég búinn að vera mikið að þvælast um fjöll og fyrnindi eins og lesendur vita og eins hef ég eitt nokkrum tímum í að aðstoða vinkonu mína með íbúð sem hún var að kaupa en þar þurfti að gera nokkur smá viðvik :)

Sem sé haft nóg fyrir stafni :) 

En núna er ég svona að mestu búinn þar og búinn að ganga þær lengri göngur sem ég ætlaði í sumar og þó enn sé stefnt á aðra Laugavegsgöngu þá sýnist mér að hún verði varla fyrr en í september en það er svo sem í góðu því þá sér maður alvöru haustliti :) og veðrið á haustin getur verið yndislegt :)

Svo er verið að huga að Snæfellsnesjökli við tækifæri og eins hef ég áhuga á að fara aftur á Eyjafjallajökul í haust áður en vetur skellur á :) .

Í kvöld fer ég svo og sæki tvö yngstu börnin mín því þau ætla að vera hjá mér einhverjar vikur föður sínum til gleði :)

Þá hressist ég örugglega helling því þeim fylgir fjör og ég kem til með að hafa nóg að gera með þeim :)


Laugavegur og Þórsmörk í máli og myndum

Ætla ekki að hafa mörg orð um þessa göngu okkar frá Landmannalaugum til Þórsmerkur annað en að gangan með öllu sem henni tilheyrði var frábær tími og þó að ég hafi verðið drulluþreyttur stóran hluta leiðarinnar þá er bara gönugufélagar mínir svo skemmtilegt fólk að það er ekki annað hægt en að njóta návista við það og hafa gaman af :).Ég ætla frekar að lauma hér inn nokkrum myndum sem sýna ferðina ,íslenska náttúru og hvernig sumarið getur verið best á Íslandi :)Glerárdalur og Laugavegurinn 037Laugavegurinn 040Laugavegurinn 047Laugavegurinn 063Glerárdalur og Laugavegurinn 132Laugavegurinn 135Glerárdalur og Laugavegurinn 127

Labbitúr af lengri gerðinni

Jæja ,Þá er 24/24 búið sem betur fer :)

Fórum saman tveir félagarnir  ,ég og Kári Jóhannsson.

Vorum mættir upp úr 07.30 upp í skíðaskála og skráðum okkur auðvitað í A hóp :)

Farastjórar í þeim hóp voru Haraldur Sigurðsson og Þorvaldur Þórisson ,(Olli) þekktur sem hátindahöfðinginn. Lagt var af stað kl 0810 og í A hóp voru 49 manns ,fljótlega fór þó að fækka aðeins í honum því það höfðu ekki alveg allir í gönguhraðan hans Olla að gera upp Hlíðarfjallið .

Eftir að búið var að ganga ca 1/3 leiðarinnar var ákveðið að skipta upp hópnum og þeir sem voru hægfara urðu að bíða eftir b hóp .

Okkur Kára hafði gengið mjög vel á þessum tímapunkti og verið með fyrstu mönnum svo það var aldrei spurning þarna hvorum hópnum við tilheyrðum .

Annars var gangan sjálf erfiðari en ég hafði gert ráð fyrir .

Landið stórgrýtt,mikið príl og mikið um laust grjót og ekki mikið um pásur nema bara rétt til að anda á tindunum  og einstaka matarhlé

Áfram var haldið á þessum mikla hraða og þegar að Glerárdalshnúk var komið var aðeins farið að  að draga af okkur Kára og ég hálf þreyttur andlega en kallinn Kári taldi í mig orku aftur .

Eftir Glerárdalshnúk voru við aðeins farnir að dragast afturúr hópnum og Kerling óx okkur (mér)aðeins í augum.

Enda hækkun þangað upp rúmir 500 metrar og mjög bratt (sem var reyndar eitt aðalsmerki ferðarinnar) 

En upp fórum við og eftir Kerlingu voru önnur fjöll ekki mikið mál  en samt var nú svo komið að þreytan farin að segja til sýn en hringinn kláruðu við á rétt rúmum 22 tímum .

Það voru þreyttir ferðalangar sem komu til byggða í morgunsárið og skal það viðurkennt að síðaasti hluti leiðarinnar tók meira á em mörg fjöllin enda við báðir mjög þreyttir .

Kannski koma myndir síðar :)

 

Vil þakka öllum stuðninginn ,sms og kveðjurnar :)

Kveðja

Halli  


Hnútur í maganum

24/24  ......laugardagur ......50 km ...4500 metra hækkun ca

Finnst einhverjum skrítið að ég sé með hnút í maganum  ?

Spenntur fyrir að sjá hvernig ég stend mig í þessari löngu göngu og er búinn að setja mér það markmið að klára og það á 20 tímum ...

Þeir sem mig Þekkja vita að ég á til smá skammt af þrjósku ,vilja og þá er það bara spurning um líkamlega getu  og ég held að ég sé í dag í besta formi sem ég hef nokkurntíma verið í og þar að auki veit ég að ég fæ fullt af andlegum stuðning frá vinum og kunningjum og það hjálpar mikið :)

 Það verður haldið norður á morgun ca kl 16 og ég er spenntur ,það fara með mér góðir ferðafélagar sem ætla að leika sé á Akureyri meðan ég arka fjöllin og einn félagi ætlar að hitta mig fyrir norðan og arka með mér :)


Hunangsmjúkur ís og eldrautt sólarlag

Ég átti frábæran dag í gær og endirinn á honum var yndislegur :)

Eðalmjúkur ís með lúxusdýfu og salthnetum ,sérstök blanda en afskaplega góð ,þetta var svo borðað íá leið að fjörunni út á Seltjarnarnesi þar sem sólin seig í sæ og litaði himinn í rauðum litum sem væri þar að kvikna eldur .

Gróttuvitinn ,Snæfellsjökull, Akrafjall, Esjan og Skarðsheiðin settu svo sterkan bakgrunn í þessa mynd

Á meðan sendi sjórinn litlar öldur upp í fjöruna sem bjuggu til fullkomna tónlist fyrir augnablikið .

Fullkomin stund .


Sólskinshelgi

Börnin ,vinir og fólk sem er manni kært ,sól og blíða ...þetta í Íslenskri náttúru ,kvöldkryddað með rauðvíns og rommtárum..ásamt öðrum skemmtilegum og jafnvel óvæntum atburðum :)

 Fullkomnun nánast :)


Lítil og ómerkileg orð

Skrítið stundum hvað  fá og ómerkileg orð geta haft mikil áhrif stundum .

Dregið mann stundum upp á topp eða jafnvel kippt manni niður í djúpið ,orsakað svefnleysi .magaverki og slæma líðan .

Og það örugglega án þess að sá sem orðin sagði hafi nokkra hugmynd um hvaða áhrif sögð orð geta haft .

Skrítnar þessar tifinningar .

Óska þess stundum að ég væri ekki eins hrifnæmur og ég er ,ekki eins viðkvæmur og ég er en þá hugsa ég að þá væru góðu hlutirnir ekki eins góðir og þetta er partur af því hver ég er :)

 Nú halda eflaust sumir að ég sé í einhverju þunglyndi en svo er ekki .langur vegur frá .

Bara margt sem fer í gegnum huga mér ,flest af því frábært ,sumt ekki eins gott ,bara eins og gengur hjá öllum .

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband