Eirðarlaus

Hef fundið fyrir eirðarleysi í gær og í dag (og smá söknuði )....vantar eitthvað að gera og kann varla við einveruna sem ég er í núna eftir allan félagaskapinn sem ég hef haft alla daga upp á síðkastið .

Bæði er ég búinn að vera mikið að þvælast um fjöll og fyrnindi eins og lesendur vita og eins hef ég eitt nokkrum tímum í að aðstoða vinkonu mína með íbúð sem hún var að kaupa en þar þurfti að gera nokkur smá viðvik :)

Sem sé haft nóg fyrir stafni :) 

En núna er ég svona að mestu búinn þar og búinn að ganga þær lengri göngur sem ég ætlaði í sumar og þó enn sé stefnt á aðra Laugavegsgöngu þá sýnist mér að hún verði varla fyrr en í september en það er svo sem í góðu því þá sér maður alvöru haustliti :) og veðrið á haustin getur verið yndislegt :)

Svo er verið að huga að Snæfellsnesjökli við tækifæri og eins hef ég áhuga á að fara aftur á Eyjafjallajökul í haust áður en vetur skellur á :) .

Í kvöld fer ég svo og sæki tvö yngstu börnin mín því þau ætla að vera hjá mér einhverjar vikur föður sínum til gleði :)

Þá hressist ég örugglega helling því þeim fylgir fjör og ég kem til með að hafa nóg að gera með þeim :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert alltaf velkomin í heimsókn til okkar :D
Má örugglega finna nokkrar gönguleiðir ef þig fer að kitla í fæturna :)

Hefði verið gaman að sjá meira af þér í síðustu viku en svona er þetta...verður meira næst.

KV. Drífa og co.

Drífa (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband