Hnútur í maganum

24/24  ......laugardagur ......50 km ...4500 metra hækkun ca

Finnst einhverjum skrítið að ég sé með hnút í maganum  ?

Spenntur fyrir að sjá hvernig ég stend mig í þessari löngu göngu og er búinn að setja mér það markmið að klára og það á 20 tímum ...

Þeir sem mig Þekkja vita að ég á til smá skammt af þrjósku ,vilja og þá er það bara spurning um líkamlega getu  og ég held að ég sé í dag í besta formi sem ég hef nokkurntíma verið í og þar að auki veit ég að ég fæ fullt af andlegum stuðning frá vinum og kunningjum og það hjálpar mikið :)

 Það verður haldið norður á morgun ca kl 16 og ég er spenntur ,það fara með mér góðir ferðafélagar sem ætla að leika sé á Akureyri meðan ég arka fjöllin og einn félagi ætlar að hitta mig fyrir norðan og arka með mér :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú massar þetta Halli enda í frábæru formi :) Njótið helgarinnar, Elín

Elín (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 10:17

2 identicon

Ég efast ekki um að þú klárar þetta með stæl vinur. Ég er drullu svekktur að komast ekki með þér, en ég verð með þér í anda og sendi þér alla mína bestu strauma og hvatningu fyrir þessa ferð.

Og ef að út í það er farið, þá held ég á þér síðasta hlutann á Laugaveginum ef að þú verður orðinn þreyttur kúturinni minn

Svo veit ég að Kári á eftir að styðja þig mikið enda topp maður þar á ferð. 

Siggi (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 10:38

3 identicon

Gangi þér vel, göngugarpur!

Ester Ósk (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 10:43

4 identicon

Ef einhver getur þetta þá ert það þú Halli minn. Ég hef alla vega fulla trú á þér og skal leggja mitt af mörkum í góðum straumum og jákvæðum hugsunum til þín

Eigið góða helgi þarna á norðurlandinu (verðið vonandi heppnari en ég með veður)

Kv. Klara Sv.

Klara Sv. (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: Haraldur Halldór

Takk kæru vinir ,svona stuðningur er ómetanlegur :)

Haraldur Halldór, 10.7.2008 kl. 11:35

6 identicon

Vá, þetta er geggjað, vildi að ég gæti þetta því þá væri ég sko að fara. Hlakka til að lesa ferðasöguna og veit þú rúllar þessu upp......Bið að heilsa ferðafélögunum þínum og góða skemmtun alla helgina.

Sissa (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 14:59

7 identicon

Gangi þér vel kallinn minn, þú átt eftir að fara létt með þessa göngu og svo ef þú verður eftir þér þegar Laugavegurinn verður genginn þá getur þú alltaf lagt þig í Trúss kerrunni ;-)

Góða skemmtun á 24/24 :-)

Jói Egils (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 15:29

8 identicon

Halli minn það er enginn spurning að þú ferð létt með þetta, svo manstu líka að ef þú ferð þetta ekki á löppunum þá ferðu á viljastyrknum, það verður svo nóg af fólki til að dekra við þig á laugaveginum þó að ég efist nú stórlega að þurfir eitthvað dekur, allavega stattu þig strákur og haltu uppi heiðri okkar stuttlunga

Berglind (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 17:04

9 Smámynd: Haraldur Halldór

Takk aftur og já Berglind ,ég veit hvert ég hugsa ef ég þarf að minna mig á að maður kemst á hæðstu fjöll á viljastyrk þó fætunir séu að svíkja mann .Ef ég man rétt þá varð ég vitni að svoleiðis í mai :)

Haraldur Halldór, 10.7.2008 kl. 18:25

10 identicon

Gangi ykkur nú vel, á nú reindar ekki von á öðru.

Stefán H. (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 07:55

11 identicon

Gaman

Oddný (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:06

12 identicon

Sæll frændi og gaman að finna þig hér á bloggheimum! Gangi þér vel og vonandi verður svaka gaman hjá þér;)

Oddný frænka (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:08

13 identicon

Þér á að sjálfsögðu eftir að takast þetta!!! Ég skal ganga með þér í anda :)

Gangi þér rosalega vel og sjáumst innan tíðar.

Kv. Drífa og karlarnir

Drífa frænka (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 14:26

14 identicon

Vonandi gengur allt vel hjá ykkur. Hef verið að fylgjast með inn á http://my.opera.com/glerardalur/albums/show.dml?id=565606 og vonast til að sjá kannski í ykkur á einhverri símsendu myndinni úr ferðinni. Legg mig fram um að senda góða strauma......

Bestu kveðjur, Klara Sv.

Klara Sv. (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband