óþol :)

Það er óþol í fótunum á mér ,mig er farið að langa á fjall og þykir slæmt hvað ég er hef lítinn tíma í fjallgöngur þessa dagana .

Mig langar að fara með gönguhópinn minn á Hafnarfjallið ,Helgarfellið upp gilið og niður hinumeginn í gegnum gatklettin, Laufskörð á Esjunni, Syðstu Súlu í Botnsúlum,Skessuhorn ,Snæfellsjökul (sem er víst ófær þessa dagana), Vífilsfellið í björtu ,Tindfjöll, Eyjafjallajökul í björtu og fullt af öðrum fjöllum :)

það verður af nægu að taka í haust og vetur og næsta vor verður stefnt á Hrútfjallstinda sem lokaferð vetrarins :)

Hvort ég fari á Hvannadalshnúk fjórða árið í röð verður að koma í ljós þegar nær dregur :)

En í þessum góða félagskap sem myndar félagskapinn sem kallar sig Labbitúrafélagið Stígur Stuttlungur  er afar ánægjulegt að ganga á fjöll ,þar á ég góða vini og félaga og hópurinn er orðinn mjög samhentur  og samstíga.

Og að vera félagi í svoleiðis gönguhóp er mikið gott :) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey.. það eru líka fjöll og gönguleiðir á austurlandi!! :)

Kv. Drífa

Drífa (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 10:58

2 identicon

Hæ hæ,það er líka bara hægt að taka eina göngu í Hafnarfjörð og kíkja á gamla vinnustaðinnVerður ekki svikinn af því sæti minnKv Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Haraldur Halldór

Já  frænka ,ég kem einhverntíman austur og þá kemur þú með á fjall á meðan Gummi passar :)

Og Margrét Á. G.  það er aldrei að vita nema ég labbi í Hafnarfjörðinn einhverntíma og kíki á ykkur :)

Bið minnstakosti að heilsa öllum :) 

Haraldur Halldór, 7.8.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband