Lítil og ómerkileg orð

Skrítið stundum hvað  fá og ómerkileg orð geta haft mikil áhrif stundum .

Dregið mann stundum upp á topp eða jafnvel kippt manni niður í djúpið ,orsakað svefnleysi .magaverki og slæma líðan .

Og það örugglega án þess að sá sem orðin sagði hafi nokkra hugmynd um hvaða áhrif sögð orð geta haft .

Skrítnar þessar tifinningar .

Óska þess stundum að ég væri ekki eins hrifnæmur og ég er ,ekki eins viðkvæmur og ég er en þá hugsa ég að þá væru góðu hlutirnir ekki eins góðir og þetta er partur af því hver ég er :)

 Nú halda eflaust sumir að ég sé í einhverju þunglyndi en svo er ekki .langur vegur frá .

Bara margt sem fer í gegnum huga mér ,flest af því frábært ,sumt ekki eins gott ,bara eins og gengur hjá öllum .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þrjú á palli sungu eitt sinn um lífið og sögðu að það væri happdrætti - "Lífið er lotterí, já það er lotterí og ég tek þátt í því".
Reyndar sagði Forrest að það væri líka eins og súkkulaðiaskja og ómögulegt að segja til um hvernig sælgætisbita maður dregur upp úr henni.  Þeir eru ekki allir sætir, þeir dökku kannski beiskir, en fjandakornið ef maður nýtur þess ekki í hvert sinn að bíta í einn lungnamjúkan bita og bíða eftir hinni óvæntu niðurstöðu: gott eða slæmt eða kannski bara mittámilli.  Og svo kyngir maður eða skyrpir út.  Einfalt!

Þessi speki var í boði Júlla kóngs 

Ester Ósk (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband