Hlutirnir gerast stundum hratt :)

Ég er búinn að hafa nóg fyrir stafni það sem af er helginni og á eftir að ganga á Heklu á morgun :)

En ..ég sagði upp í vinnunni minni í gær !!

Bauðst starf hjá Lýsi sem ég þáði með þökkum og  sennilega byrja ég þar um mánaðrmótin Mai -Júni ...sem sé úr lyfjabransanum í heilsugeirann ....er það ekki góð skipti ? :)

GMP umhverfi á báðum stöðum en mesti munurinn fyrir  mig verður að losna við vaktirnar sem ég er búinn að fá ógeð á  Angry

Veit að ég á eftir að sakna margra samstarfsmanna hjá Actavis því ég hef kynnst fullt af frábæru fólki þar og búið að vera gaman að vinna þarna .

En að öðru .....skellti mér í keilu í gær með Sóló .......og enn og aftur var keiluhöllin að gera upp á bak .........við þurftum að bíða meira en klukkutíma þrátt fyrir að hafa marg ítrekað pöntunina og meira að segja mætti ein frá okkur um miðjan daginn til að árétta að allt yrði ok..

En nei ...þetta er eitt daprasta fyrirtæki sem ég hef nokkrum sinnum verslað við og ég þekki það líka frá vinnunni að það hefur alltaf verið eintómt vesen þegar við höfum verið þarna .

Þeir ítrekað ofbóka á brautir og ég bíð og vona að það fari einhver annar að opna keilustað hér í bænum ...

En nóg um það ...látum ekki svona smámuni ergja okkur lengi  :)

Farinn út í góða veðrið ,ætla að hjóla aðeins niður í bæ eða eitthvað :)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband