12.6.2008 | 16:48
Nokkuð er ég viss .
Nokkuð er ég viss um að þeir sem detta hérna inn svona ..óvart'' skilja fæstir í þessari fjallafíkn minni :)
En það er í góðu lagi ,við erum ekki öll eins ,höfum ekki sömu áhugamál og þó að fjöllin heilli mig mest þessa dagana þá hef ég gaman af óskaplega mörgu öðruog skil alveg fólk sem hefur ekkert gaman af svona príli.
En ég veit líka að margir sem hafa ekki gaman af þessu hafa aldrei staðið á fjallstindi á sumarsíðkvöldi .
Ég naut þeirrar gæfu í gær að standa á Hátind á Esju kl 23 í gærkvöldi og auðvitað í samfloti með mínum yndislegu göngufélögum :)
Ég held að annar eins hópur fyrirfinnist ekki ,samheldni ,hjálpsemi ,góður húmor og væntumþykja umlykur þennan hóp .
Þetta er ólíkt göngufólk ,sumir vilja fara langt ,aðrir styttra ,sumir vilja fara rólega ,aðrir spretta úr spori ...en samt er samheldnin afskaplega mikil og það bregst ekki að ef einhver á í erfiðleikum með eitthvað þá er alltaf einhver tilbúinn til aðstoðar ,plástur ,teigjubindi ,labba með til að hvetja ,laga mannbrodda eða rétta vatsnflösku ,það er ekkert verk of stórt .
Mér er mikill heiður að vera hluti af þessum hóp sem hefur veitt mér ómælda ánægu í vetur og vor og í gærkvöldi var ég yfirfullur af stolti með þessum hóp þegar maður sá fjöllin allt í kring ,við höfðum gengið á þau mörg í vetur og vor .
Skarðsheiði ,Botnsúlur ,Móskarðhnúkar ,Skálfell , Hekla ,Eyjafjallajökull, Hengill , Vífilsfellið ,Helgafell ,Húsfell ,Keilir ,Grímannssfell,Úlfarsfell og Helgafell í Mosfellssveit .
Einu fjöllin sem við sáum ekki voru Þorbjörn og Akrafjall sem og aðrara gönguleiðir sem við höfðum gengið á Esjuna
Við sáum lika fjöll sem við eigum eftir að ganga á og það er ljóst að þessi gönguhópur er ekki að leggja upp laupana
Þeim félögum mínum sem detta hérna inn vil ég þakka fjallaferðirnar sem komnar eru og hlakka til ókominna :)
Og að lokum þá langar mig að biðja fólk að kvitta einu sinni fyrir lesturinn og vona að einhver hafi haft gaman af
:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.6.2008 | 00:40
Sumarið er tíminn .
Eins og ég elska snjó og þvæling á fannhvít fjöll þá finnst mér dásamlegt að vera til þessa dagana .Hjólaði í fyrradag úr Kópavoginum og alla leið út á Granda .
Svo sem ekki frásögum færandi nema vegna þess að allir sem maður mætti voru brosandi í blíðunni .og það var sko mikið af fólki á ferðinni :)
Fólk verður glaðara í sinni og bjartara yfir því þegar svona dagar koma og í dag er barasta bjart í mínu hugskoti ..
Labbaði svo góðan hring í Elliðaárdalnum í kvöld sem leið ,hitti gamlan vinnufélaga í þeirri gönguferð og skemmti mér konunglega.
Hjálpaði svo vinkonu minni með smá viðvik og endaði með labbitúr við sjavarsíðuna um miðnættið
Það vantar ekki mikið upp á að þetta sé fullkomið og kannski frekja að fara fram á meira .
Næst á dagskrá er síðkvöldsganga á Hátind Esju og þar verður góður hópur af góðu fólki :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2008 | 10:41
Sæll og glaður
Enn og aftur átti ég frábært kvöld með vinum .
Get eiginlega ekki lýst því öðruvísi en yndislega frábæru ......margar myndir ...og fullt af vinum ......Ölstofan og ennþá fullt af vinum ....Thorvaldsen og þar var líka fullt af vinum ....pizza og kærir vinir ........hafnarbakkinn og ennþá þessir kæru vinir ...........liggur við að ég gráti gleðitárum yfir því hvað ég á mikið af góðu fólki í kringum mig .
Vildi óska að það væru allir svona heppnir .
Ég legg út í þennan dag með bros á vör og gleði í hjarta :)
Veriði góð við hvert annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.6.2008 | 10:44
Víst fór ég á fjall
Átti frábæra stund á miðvikudagskvöldið :)
Sótti góða vinkonu í vesturbæinn og þaðan lá leiðin upp á Hellisheiði ,nánar tiltekið inn í Innstadal .
Ég notaði tækifærið og rifjaði upp gömul bernskubrek því það voru ófáar helgarnar sem maður þvældist þarna á yngri árum .
Ekki var Kia alveg nógu háreistur til að gott væri að þvælast þarna um stórgrýtta vegaslóða svo ég lagði bílnum fljótlega eftir að við vorum komin fram hjá Bæli .Gengum þaðan upp á Hengil og þótt að við höfum ekki farið alla leið upp á Skeggja þá vantaði nú ekki marga metra upp á það ,það var kannski ekki heldur tilgangur ferðarinnar að komast á einhvern topp ,frekar að njóta náttúrunnar og það get ég fullyrt að hennar var notið í botn. Ráfuðum stefnulítið um fjallið í smá stund og fundum okkur bratta skriðu og gil til að fara niður .Fengum mikið og fallegt útsýni og þessi kvöldstund fer í minningabankann :)
Myndakvöld á morgun þar sem við ætlum að rifja upp Hvannadalshnúk og nokkur önnur fjöll vetrarins ..hlakka til og veit að það verður gleði og glaumur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 11:44
Fjall
Ég ætla á fjall í kvöld :) kannski ekki frásögum færandi ...
Ætla að fara í góðum félagskap og labba rólega (eins og ég geri alltaf )
Agalegt hvað þessi fjallafíkn hefur heltekið mig ,svo heltekin er ég að það er rétt að golfkylfurnar eru komnar í skottið á bílnum .
Venjulega er ég búinn að spila 15 til 20 hringi á þessum árstíma en núna er ég bara búinn með 9 holu hring ...
Ein della fyrir aðra ..
Annars er félagskapurinn í fjallgöngunum svo frábær að það er kannski ekki skrítið að það sé ofan á þessa dagana :)
Það er nefnilega svo að maður er víst félagsvera og sækir í félaga og þá auðvitað þá sem manni líkar vel viðog þykir vænt um .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2008 | 18:22
Svíagrýla !
Jæja ..þá er Svíagrýlan loksins komin undir græna torfu :)
Eins og oft áður þá sýndu Íslensku strákarnir frábæran karakter og með baráttuviljann að vopni var séð til þess að það verðum við Íslendingar sem verðum með okkar handboltalandslið á Ólímpíuleikunum en ekki Svíar .
Takk strákar fyrir frábærann leik :)
Áfram Ísland
![]() |
Handboltaliðið fer á ÓL í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 20:58
Akrafjall og fjólublái draumurinn
Mig hefur í nokkur ár langað að ganga á Akrafjall .
Kannski vegna þess að ég er búinn að aka undir því í hundruðir skipta eða sjá það úr fjarska .
Lét verða af því í dag í fínu veðri og frábærum félagskap .
Rættist sem sé gamall draumur og kannski við hæfi að segja að hann hafi verið fjólublár ?
Get núna staðið á góðum útsýnistað í Reykjavík og bent næstum allan hringinn og sagt þarna fór ég :)
Það er gott fyrir egoið :)
Fleiri fjöll síðar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 08:29
Ástin er
Ástin er diskó ,lífið er pönk ..
Sá þennan skemmtilega söngleik í Þjóðleikhúsinu í gær og skemmti mér konunglega ,mæli með að fólk á mínum aldri kíki á þetta ,streymdu fram hjá manni minningar um félagsmiðstöðina Bústaði ,tónleika í Hafnarbíó og Gamla Bíó (Óperunni) ....hermannastígvél ,Sigga Pönk ,klíkurnar úr Réttó ...bara gaman .
Fannst sem sé pönk partur verksins miklu mun skemmtilegri en diskótakturinn ....en það er kannski af því að manni fannst diskóið hallærislegt en pönkið og nýbylgjan töff
þið munuð öll........... þið munuð öll........ deyja ....... hver man ekki eftir þessu ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 10:07
Andlaus að mestu .
Ég er voðalega andlaus eitthvað þessa dagana eða kannski ætti ég frekar að segja að ég á í vandræðum við að koma hugsunum mínum í farveg ....fór reynar í smá tilfinningalegan rússibana en vil meina að ég sé kominn niður á jafnsléttu aftur .....
Álpaðist til að særa manneskju um daginn og er enn fúll út í sjálfan mig fyrir það .
Veit reyndar að sú hin sama er það yndæl manneskja að hún fyrirgefur mér fyrir rest .
Er reyndar líka búinn að vera mikið að spjalla við vinkonu mína um allt mögulegt og margt af því sem hefur verið rætt hefur vakið mig til umhugsunar um mannlegt eðli, vonir okkar og þrár .
Annars er ég bara afskaplega góður og sáttur við tilveruna ,styttist í helgina sem er vel bókuð ,bakstur og leikhús á föstudag , fjall og útskrift á laugardag en sunnudagurinn er alveg óbókaður ennþá !!!
Finn mér eitthvað að gera ef ég þekki mig rétt :) Í versta falli hangi ég á Facebook :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2008 | 11:55
Niðurtalning
Nú styttist í starfslok hjá Actavis ,þeim seinkaði reyndar aðeins miðað við fyrstu áætlanir en ég lifi það létt af :)
Hlakka til að takast á við nýtt starf hjá Lýsi en er gríðarlega glaður að losna úr vaktavinnunni en veit um leið að ég á eftir að sakna margra vinnufélaga ,maður verður bara að vera duglegur að hafa samband . Vinnan við lyfjablöndununa er líka fjölbreytt og skemmtileg ,enginn dagur eins og alltaf eitthvað nýtt í gangi .
Er sem sé á minni síðustu kvöldvaktarviku þessa vikuna ,þarf reyndar að vinna af mér föstudagskvöldið því það á að skella sér í leikhús og sjá Ástin er diskó,lífið er pönk ....erum 20 manns sem ætlum saman og ég held að við pönkararnir séum í algjörum minnihluta ,diskódísirnar séu mikið fleiri :)
Svo er stefnan tekin á Akrafjall á laugardag því ég tolli ekki á flatlendinu of lengi í einu :).
Svo þarf ég víst að fara að koma mér í betra form fyrir 24/24 og ætla að nota hjólið mikið til þess ,svona bæði til að ná í aukið þrek og ekki verra að spara bensín á þessum síðustu og verstu ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)