Lífið er eins og fjallgöngur

Stundum fer maður upp og er þá sæll og glaður því toppurinn bíður .

En maður getur fengið allskyns veður ,lent í sjálfheldum ,þurft að snúa við og hverfa aftur heim .

Lífið er þannig líka ,gleði og væntingar einn daginn sem eru svo teknar frá manni þann næsta .

En fjöllin eru þarna  enn og lífið heldur áfram þó markmiðið náist ekki í þetta sinn  .

Sumt er ljúfsárt ,annað gleði og sumt kannski bara sárt en allt þetta þroskar okkur og ef rétt er úr unnið þá ættum við að læra af mistökum og verða betri menn .

Ekki satt ?


Er ég fíkill ?

 Mér hefur dottið það í hug síðustu daga og vikur að ég sé fjallafíkill :)

Ég labbaði eins og lesendur vita á Hvannadalshnúk á laugardag og flestir hefðu tekið sér góða pásu eftir það en ..........................ekki hann Halli  ..Var sem sé boðið að koma með gamla leikfimihópnum mínum á Helgafellið í kvöld og auðvitað mætti ég :)

Fórum leiðir sem ég hafði aldrei farið áður ,bæði upp og niður og tími frá vatnsbóli og upp á topp var 36 min  :)  Smá stopp og svo farið niður sunnanmeginn og það var farið mun hægar yfir á niðurleið :) 

 Skemmtilegar leiðir sem ég á eftir að fara aftur  :)

Fínn félagskapur og skemmtileg kvöldstund .

Átti svo gott símtal við manneskju sem mér þykir vænt um þar sem við leystum lítið vandamál :) 


Skýjum ofar

Það má segja að á laugardag hafi ég verið skýjum ofar en þá gekk ég á Hvannadalshnúk með vinahóp .

Skemmtilegt ferðalag sem hófst um miðjan vetur með  lítillri skoðanakönnum :)

Vatt þó fljótt upp á sig og eftir að hafa átt marga góða daga á fjöllum í vetur þá var loks komið að takmarkinu ....Hvannadalshnúkur var það .

Við vorum 16 sem ætluðum að labba ...sá hópur hafði reyndar breyst smávegis frá fyrstu dögum undirbúnings ,sumir hætt við ,aðrir komið inn í staðin og sumir hætt við en hætt svo við að hætta við ..

Fórum austur í öræfi á föstudegi og eftir að hafa þegið veitingar í Vík í mýrdal var leið haldið áfram austur í Skaftafell  en þar var komið við hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum sem ætluðu að fylgja okkur á toppinn ,þar sóttar græjur sem þurfti til jöklabrölts ,broddar mátaðir og belti og fólki afhent ísöxi til stuðnings á göngu .

Hópurinn minn gisti allur saman í Vesturhúsi ..Hofi í Öræfsveit og við vorum svo heppin að eiga vini sem komu með austur til að elda handa okkur og veita móralskan stuðning .

Föstudagskvöldið fór í undirbúning og að svara spurningum ,fylgjast með veðurspá og borða ....og borða svo aðeins meira :)

Flestir fengu sér svo einn öl til að slaka betur á en ég hef nú samt grun um að flestir hafi sofið frekar lítið :)

Ég ræsti svo fólk kl 04.00 og það var ekki laust við að spenna væri í fólki ,morgunmatur og lokahönd lögð á undirbúninginn .

Veðrið var fínt til göngu ,skýjað en lyngt og frekar svalt svona í morgunsárið .

Við vorum komin á bílastæðið við Sandfell rétt um 5 og fararstjórar stuttu seinna .

Eftir smá messu frá þeim var labbað af stað og farið fetið .

Ekki mikið um stopp en í rúmlega 300 metra hæð var hægt að stoppa til að ná sér í vatn og það gerðum við öll .

Eftir stutt stopp var gengið áfram  ,teknar stuttar pásur einstaka sinnum og í um 1100 metra hæð var stoppað ,menn fengu sér að borða og drekka .Þarna vorum við komin upp í skýjahuluna og ég var nokkuð viss umað við myndum ganga upp úr henni fyrir rest :)

Þarna var öllum skipað í belti og skipað 8 manns í línu .

Minn hópur sem sé í tveimur línum .

Eftir stuttan fyrirlestur frá Dagnýu leiðsögumanni var lagt af stað og ekki var varið hraðar núna upp stæðstu brekku á Íslandi  ....ca 700 metra hækkun og 5 km í vegalengd ..En upp fórum við ogm í ca 1500 metrum byrjaði allt í einu að rofa til .....Dyrhamar birtist okkur á hægri höng og hnúkurinn sást í fjarska þótt hann hyrfi svo aftur sjónum .Dyrhamar

Þetta var tilkomumikil stund ,við vorum komin skýjum ofar og það var skemmtileg sjón að sjá nokkra fjallstinda stinga sér upp úr skýjunum  .

Í um 1800 metrum var áð aftur og þá stóð hópurinn á barmi öskjunnar Öræfajökuls ,ofan á allt að 1000 metra þykkum ís .

Nú blasti Hvannadalsnúkur við okkur í allri sinni dýrð og ég held að þeir sem höfðu ekki séð hann áður hafi þótt hann tilkomumikill að sjá .Sprungurnar sáust greinilega úr þessari fjarlægð .

Við vorum svo sem búin að ganga yfir nokkrar sprungur en þær höfðu allar verið frekar léttar viðfangs :)

Áfram haldið yfir sléttuna að hnúknum og þegar að honum var komið var tekin smá pása ,reimaðir broddar undir gönguskóna  og flestir ákváðu að skilja eftir bakpokann sinn þarna ,ég reyndar ákvað að hafa minn með ,ég er jú með stærri markmið fyrir sumarið og þá er um að gera að hafa sem mest fyrir þessu :)

upp á hnúkinn sjálfan mjökuðumst við hægt og rólega ,margar sprungur og sumar þeirra í stærri kanntinum og mín tilfinning er sú að það sé meira um sprungur en undanfarin ár !!

En yfir þær fórum við  og það létt og eftir klukkutíma í hlíðum hnúksins stóðum við sæl og glöð á toppnum :)Hvannadalshnúkur 17 mai.2008 029

þar var skálað í Kampavíni og koniaki ,fjöll næsta árs skoðuð (Hrútfjallstindar) og margar myndir teknar í blíðunni .

Eftir gott stopp var svo haldið niður aftur og ég fékk þann heiður að leiða línuna mína niður  og auðvitað gekk það bara nokkuð vel þó einhver hafi aðeins fundið fyrir óöryggi í mesta brattanum 

Samaleið svo til baka og svo sem ekki frá miklu að segja  nema að niðri beið okkar móttökunefnd til að fagna okkur ,síðan brunað í ,,heita"pottinn í Svínafelli og svo aftur í vesturhús en þar var Base camp liðið okkar á fullu við matarundirbúning .

Auðvitað fékk maður sér einn ískaldan öl ,smá rauðvín og örlítið koniac með matnum og þetta var ein sú skemmtilegasta máltíð sem ég hef tekið þátt í í langan tíma  :)

Heimferð svo á sunnudegi og komið við í flsteum þéttbýliskjörnum suðurlands ...annaðhvort til að kaupa nammi,bensín ,skella sér í sund ,fá sér ís eða versla sér rómatíska hamborgara .....

Frábær helgi að baki og yndisleg að tilheyra svona hóp eins og þeim sem var með í för ,hvort sem fólk gekk á hnúkinn eða aðrar göngur :) 

 

 


Tilveran

Mér finnst lífið skrítið .......en skemmtilegt þessa dagana .

Ég hef oft verið óheppinn en þessa dagana er ég heppinn.

Ég á fullt af vinum og sá vinahópur fer ekki minnkandi .

Vinir mínir eru allskonar fólk ,karlar ,konur ........eldri og yngri .

Með vinum mínum gekk ég á Hvannadalshnúk  á laugardag og snæddi með um kvöldið .

Mat sem aðrir vinir mínir matreiddu  

Þessi helgi fer í minningabankann ,bæði vegna fólksins og fjallgöngunnar sjálfrar ,viðræðna sem ég hef átt við vinkonu og margra gleðilegra hugsana .

Mér er hlýtt í hjarta og það er friður í huga mér .

Ég finn samt fyrir spenning ! 

Hvað á lífið eftir að bjóða mér meira ? 

Ég hugsa mikið þessa dagana og það eru bara góðar hugsanir !

Getur þá lífið verið mikið betra ?? 

 

 


Hjólað í vinnuna

Ég er einn af þeim sem er að myndast við að hjóla í vinnuna og ég verð að segja að það er afskaplega gaman að sjá hve mörg hjól eru á ferðinni og hve fólk sem maður mætir er brosmilt alla jafna :)

Búið er að sópa flesta stíga og á flestum stöðum er nokk greiðfært þó það megi auðvitað bæta margt .

En eitt er það sem fer afskaplega í taugarnar á mér og það eru bílar sem er lagt upp á gangstéttir og þar sem stígar liggja á milli húsa ....

Nú ættu flestir bíleigendur að kannast við að bíllinn hafi verið rispaður og þá kannski af hjóli ,bílhurð eða bolta  ..afskaplega ergjandi og sérstaklega ef maður er á nýlegum bíl !

En þarna er einmitt komin ein ástæðan fyrir rispunum ,fólk leggur bílunum sínum þar sem á EKKI að leggja þeim  og hjólreiðamenn komast ekki án þess að rekast kannski örlítið utan í bílinn sem blokkar göngustíginn eða gangstéttina ......

Lenti í því í gær að bílstjóri lagði bíl upp á gangstétt eða eiginlega fyrir innan hana og svo þegar ég kom á hjólinu ..kom aftan að bílnum..þá opnaði ökumaðurinn dyrnar og ég bremsaði með tilheyrandi látum ....  þarna átti vel við sem mótorhjólamenn segja ...líttu tvisvar !!

En snúum okkur aftur að ökumanninum umrædda ...honum klossbrá og varð eins og hræddur héri ..ég vorkenndi honum örlítið meira að segja og þegar hann baðst afsökunar þá sagði ég honum að hann ætti ekki að leggja svona á  gangstétt  og honum til hróss þá var hann snöggur að færa bílinn í betra stæði ...

það var reyndar ekki langt að fara ,kannski 10 metra áfram en  það er ótrúlegt hvað fólk hefur mikla þörf að leggja eins nálægt þeim stað sem það er að sækja og mögulegt er .

Ég ætla ekki að skammast meira því að ég er ekki heilagur heldur en bið fólk að reyna að muna eftir að það er annað fólk líka í umferðinni ...annarskonar fararskjótar  og þetta þarf ekki að kosta mann mörg skref en kannski færri rispur :)

 

Bið alla vel að lifa og veriði dugleg að hjóla,labba ,renna ykkur á línuskautum og njóta útiverunnar

 


Sæluvíma

Ég er í léttri vímu núna :) síðustu æfingagöngunni minni fyrir hnúk er lokið og það er viss léttir :)

Fór með hópinn ...eða hluta af honum upp á Vífilsfell í dag í grenjandi rigningu og roki ..

Fórum þetta létt !!

Rétt rúma tvo tíma upp og niður en stoppuðum samt í smá stund á toppnum ..Sáum ekki neitt en það var allt í lagi ,við vissum hvar við vorum :)

Svo í heita pottinn í Árbæjarlaug ásamt nokkrum fjallabrölturum og það passaði að um leið og maður kom upp úr pottinum kom í útvarpinu að Manchester United væru Englandsmeistarar :):):)

 

Það minnkaði ekki gleðin við það  :) 

Nú er það Hvannadalshnúkur næstu helgi og ég er að verað spenntur þó ða þetta verði mín þriðja ferð þangað ...vona að við fáum bjart veður svo þessi hópur sem ég er búinn að draga upp um fjöll og fyrnindi fái að sjá það sem ég sá í fyrra :) 

Þau eiga það skilið . 


Bloggleti ,fjöll og fótbolti

Ég get fullyrt það að ég er búinn að vera latur við að blogga ...hef svo sem aldrei verið neinn súperbloggari en sett ferðasögurnar inn jafnóðum og ætla nú kannski að lauma inn lítilli ferðasögi í þetta blogg.

Anars er fullt af skemmtilegri spennu í lífinu :) Styttist í að ég skipti um vinnustað .United gæti unnið tvöfalt og það er u ekki nema tæpar tvær vikur í að ég fari á Hvannadalshnúk :)

Ég kem til með að anda örlítið léttar þegar þeirri ferð og skipulagningunni fyrir hana verður lokið ...farið mikill en gríðarlega skemmtilegur tími í undirbúning fyrir æfingagöngur og fleira .

Það sem er reyndar lang skemmtilegast við þetta að hópurinn sem ég er að fara með hefur náð alveg gríðarlega vel saman og samheldni ,hjálpsemi og góður húmor er ríkjandi í ferðum okkar :)

Veit að í þessum hóp hefur myndast sterkur kjarni sem á eftir að ganga á mörg fjöll á ókomnum árum :)

 

Síðasta stóra æfingagangan fyrir hnúkinn var um helgina og við fórum á Eyjafjallajökul ,komumst ekki alveg upp en samt í 1558 metra samkvæmt garminum mínum sem er nokkuð nákvæmur .

Þar uppi var farið að draga aðeins af sumum enda ekki skrítið ,færið á Jöklinum var með eindæmum þungt og erfitt ,veðrið orðið leiðinlegt svo ekki sé meira sagt ,bálhvasst og skafrenningur og ekkert útsýni .

Sneru því bara við en þetta var virkilega góð æfing ,fengum rok,rigningu ,sól,logn ,skafrenning og bálhvassar rokur á okkur sem feiktu manni um koll .....ég reyndar fauk aldrei en aldrei fyrr hefur kvenmaður fokið eins auðveldlega í fangið á mér og þarna :)

Fólk uppgvötaði að það er ekkert mál að sólbrenna á jökli þó engin sé sólin og sólgleraugun eiga alltaf að vera með á jökli ..eða skíðagleraugu  ...

Þetta var sem sé strembin en skemmtileg ferð og flestir komu nokkuð góðir niður ,sumir með létta strengi daginn eftir en það er liðið úr öllum núna :)

Sunnudaginn notuðum við svo flest til að kíkja í heita pottinn í Salalaug og spjalla smá  og þó ég hafi nú ekki hóað í fólkið fyrr en klukkutíma fyrir mætingu þá vættu bara assgoti margir í pottinn :)

Kíkti svo með nokkrum félugum í bíó á sunnudagskvöldið og á Street Kings ....góð mynd fyrir utan frekar fyrirsjánlegan endi og klisjukenndan .

 

En jæja ..við Þessa örfáu lesendur mína vil ég segja takk fyrir lesturinn :)

Vonandi kíkið þið in sem oftast og setjið nú einstaka sinnum komment eða segjið hæ í gestabókinni  :) 


Nornir og galdramenn

Baráttudagurinn búinn og ég fór á fjall .....................Úlfarsfell var það að þessu sinni og ég hef aldrei verið jafn fljótur upp ...........................enda akandi :)

Var sem sé á þvæling um bæinn og lét mér leiðast þegar ég ákvað að bjóða vinkonu minni í bíltúr ...sem endaði svo heima hjá öðrum kunningja eftir fjallaferðalagið .

Ætlaði að sækja hjá honum mannbrodda sem ég ætla einhverjum fjallafélaganum um helgina og endaði með að hann bauð í mat  ..

Galdraðir voru fram ljúfffengar kjúklingabringur enda Stefán göldróttur við grillið  og ekki versnaði það þegar í ljós kom að það var alvöru NORN á svæðinu en einn matargesturinn rekur Nornabúðina og er norn ...Ekki skelfileg ,frekar á hinn veginn og skemmtilegur karakter við stutt kynni .

Skemmtilegur dagur endaði sem sé með skemmtilegu kvöldi  og það er stutt í helgina og Jökulinn sem verður heimsóttur á laugardag :)

þessi færsla er svo sponseruð af

http//.nornabudin.is

 

 


Það gaus ekki

Hekla 20 apríl 2008 002það gaus ekki í Heklu í gær .......sem betur fer því þá hefði maður sennilega þurft að taka hraustlega til fótanna :)

Við fórum 19 saman ferðalangar austur fyrir fjall til að ganga á þetta frægasta eldfjall Íslands .

Fórum úr bænum um hálf níu að morgni og renndum sem leið lá austur að Landmannaleið og hún ekin að afleggjaranum að norðausturhrygg Heklu .

Reyndar lentum við í örlitlum ævintýrum því einn bíllinn festist í snjó og ég á slyddujeppanum gat dregið hann upp.

Ekki skemmdi svo fyrir að á afleggjaranum að Heklu festi annar jeppi sig og aftur var það slyddujeppinn sem gat komið til aðstoðar .Hekla 20 apríl 2008 005Skal alveg viðurkenna að ökumaðurinn á slyddujeppanum var örlítið montinn  :)

En vegna slæmrar færðar ákváðum við að vera ekki að þjösnast þetta á bílum og labba að fjallinu þó að við værum ennþá í ca þriggja km fjarlægð  frá uppgöngustað .

Ekkert okkar vildi fara í utanvega akstur sem þó er greinilega stundaður þarna í einhverjum mæli þarna á melunum .

En í gönguskóna og stefnan tekin beint yfir Skjólkvíahraun í átt að  Rauðkembing .Fljótlega fóru menn að afklæðast sem mest þeir máttu því sól og blíða var þennan yndæla dag .Reyndar hefði ég viljað hafa nokkrum gráðum kaldara og sólina ekki alveg svona sterka því mikil sólbráð gerði gönguna ekki auðveldari.

Við ,,Bílastæðið " var  nestisstopp og  síðan stefnt upp á fjallið og stafnan tekin  suðaustur svona til að byrja með .

Gangan tók fljótt á göngugarpa því snjór var þungur og blautur og því farið frekar hægt yfir  en það var svo sem allt í lagi þó hægt miðaði því þá gafst bara betra tóm til að njóta lands og náttúru,tala nú ekki um félagskaparins sem er ekki síðsta ástæðan fyrir þessu fjallabrölti á manni  :)

En til að gera langa sögu stutta þá miðaði okkur áfram en í rúmlega 1300 metra hæð skall á okkur þoka og þar sem sumir leiðangursmenn voru bæði komir í smá tímahrak ,eymsli farin að ergja aðra og sumum leist ekki á þokubrölt þá ákváðu rúmlega helmingur göngumanna að halda sem leið lá aftur niður fjallið og elta sporaslóðina á meðan við hin fjallasjúklingarnir notuðum okkur GPS og gengum eftir honum leð sem lá á toppinn ,skal alveg viðurkenna að það kólnaði mjög hratt og ekki var færið auðveldara þarna uppi því snjórinn var eins og kristallar og gaf eftir í hverju skrefi .

En það var mjög ánægjuleg stund þegar mælirinn á GPS sagði okkur að við værum í 1491 metra hæð og það létt aðeins til svo að við sáum að við stóðum á toppnum :) 

Síðustu metrarnir voru dulmagnaðir í þokunni og frábært að finna tilfinninguna að standa á toppnum :).

En stoppið var stutt því eins og satt reyndist þá var kalt á toppnum  .

Leið því næst tekin til baka og trakkið á gps haft til hliðsjónar þó að sporin hafi oftast verið greinileg þá er tvöfalt öryggi betra en ekkert :) .

Leiðin til baka gengin mun hraðar og þótt að eitt hné hafi gefið sig á leiðinni þá drógum við örlítið á hópinn sem hætt hafði við að fara alla leið og þó að við höfum ekki ná þeim þá munaði ekki nema góðu korteri  á komutima að bílunum .

Reyndar var gengið mjög rösklega síðustu tvo kílómetrana og það var mjög gott að komast loksins að bílnum þar sem þrír ferðalangar biðu okkar  en restin hafði drifið sig af stað því í bænum biðu börn og aðrar skyldur .

Gönguvegalengd var um 23 km og það á  rúmum 9 tímum telst gott við þessar aðstæður og ég er þess fullviss að kvöldið þann 17 mai verður gleðilegt þegar þessi vel þjálfaði hópur kemur ofan af Hvannadalshnúk :)

 


Hlutirnir gerast stundum hratt :)

Ég er búinn að hafa nóg fyrir stafni það sem af er helginni og á eftir að ganga á Heklu á morgun :)

En ..ég sagði upp í vinnunni minni í gær !!

Bauðst starf hjá Lýsi sem ég þáði með þökkum og  sennilega byrja ég þar um mánaðrmótin Mai -Júni ...sem sé úr lyfjabransanum í heilsugeirann ....er það ekki góð skipti ? :)

GMP umhverfi á báðum stöðum en mesti munurinn fyrir  mig verður að losna við vaktirnar sem ég er búinn að fá ógeð á  Angry

Veit að ég á eftir að sakna margra samstarfsmanna hjá Actavis því ég hef kynnst fullt af frábæru fólki þar og búið að vera gaman að vinna þarna .

En að öðru .....skellti mér í keilu í gær með Sóló .......og enn og aftur var keiluhöllin að gera upp á bak .........við þurftum að bíða meira en klukkutíma þrátt fyrir að hafa marg ítrekað pöntunina og meira að segja mætti ein frá okkur um miðjan daginn til að árétta að allt yrði ok..

En nei ...þetta er eitt daprasta fyrirtæki sem ég hef nokkrum sinnum verslað við og ég þekki það líka frá vinnunni að það hefur alltaf verið eintómt vesen þegar við höfum verið þarna .

Þeir ítrekað ofbóka á brautir og ég bíð og vona að það fari einhver annar að opna keilustað hér í bænum ...

En nóg um það ...látum ekki svona smámuni ergja okkur lengi  :)

Farinn út í góða veðrið ,ætla að hjóla aðeins niður í bæ eða eitthvað :)

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband