11.4.2008 | 21:36
Upp og niður fjall
Hérna er enn ein fjallgöngufærslan mín ...það er eins og ég geri ekkert annað en að ganga á fjöll :)
Hóaði saman hóp í gær og á dagskrá var að labba á Kerhólakamb á Esju því eins og allir 4 lesendurniir mínir vita þá er ég kominn með hálfgert óþol á að labba upp leiðina á Þverfellshorn .
En við lögðum við Esjuberg og lögðum á fjallið rétt um 18,35 og ætlunin var að labba rólega upp á Kerhólakambinn enda hann þokkalega hár eða rúmlega 850 metrar ..Byrjuðum á smá klöngri sem ég hafði aldrei áður staðið í með svona þungan bakpoka en var auðvitað ekkert mál :)
Gengum svo rosklega beint upp fjallið og það var frábært útsýni alla leið og veðrið mjög gott þótt það hafi verið svolítið kalt á okkur þegar ofar dró .Eftir nestistopp í rétt um 600 metrum var haldið áfram og upp á kambinn vorum við komin eftir rúmlega tveggjatíma göngu ,,kannski nær tveggja og hálfstíma ....
Eitthvað vorum við að grínast með það á leiðinni upp að fara niður þverfellshornið og eftir smá umhugsun var tekin ákvörðun um það hlupið eftir fjallinu að Þverfellshorninu og það var virkilega skemmtileg að koma að horninu ofanfrá :) í það minnsta skemmtileg tilbreyting ..húrruðum okkur niður stóran skaflinn sem er þarna alltaf í gilinu og það passaði að þegar niður að steini var komið var farið að skyggja vel .....en við fórum samt rösklega niður og ég eiginlega hljóp niður síðustu 350 hæðarmetrana :)
Frábær ganga sem tók í það heila ca fjóra og hálfan tíma rúmlega :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 20:30
Tveggja tinda trítl
Fór í fjallgöngu í gær eins og stundum áður Fjall helgarinnar var Skarðsheiði ,nánar tiltekið Heiðarhorn 1053 metra hátt og fallegur tindur . Horfði oft þangað á þeim árum er ég bjó í Borgarnesi og langaði oft að standa þar á tindinum ..lét sem sé verða af því í gær :)
Vorum 10 saman sem lögðum leið okkar á fjallið og þar sem enginn var tímabundinn var ákveðið að fara líka á Skarðshyrnu (946M )sem blasir við manni úr mynni Svínadals .
Lenging á leiðinni um tæpa tvo tíma en gerði gönguna þeim mun áhugaverðari .Gengum upp í Vatnadal og upp í skarðið á milli Skarðshyrnu og Rauðahnúks en urðum ekkert vör við Skessubrunna enda þeir örugglega frosnir og á kafi í snjó .
Stefnan tekin þaðan beint á Skarðshyrnu og Heiðarhornið blasti við til vinstri við okkur .....mjög tignarlegt .
Fljótlega var bæði brattinn orðinn mikill og snjórinn mjög harður og háll svo það var ákveðið að reima broddana undir skóna.
Þetta var fyrsta skipti sem sumir settu á sig brodda og mikil og skemmtileg upplifun fyrir fólkið að labba upp snarbratt harðfennið og finna ekkert fyrir því .Öryggistilfinningin allt önnur og fólk naut þess út í æsar að tæta upp fjallið og eftir dágott brölt stóðum við fremst á Skarðshyrnu og sáum Heiðarhornið hverfa í skýjaþykkni ...En útsýnið yfir Hvalfjörðinn ,Reykjanesið í fjarska ,Botnsúlur sem við sáum aldrei þegar við gengum þær .Skálfellið ,Esjan og fleiri fjöll böðuð í sól ..magnað alveg og yndisleg sjón .
Svo gerðist það ótrúlega að það náðist hópmund af öllum hópnum því það birtust tvær stúlkur sem voru á sama hring og við og höfðu gengið okkur uppi og þær gerðar að hirðljósmyndurum alveg eins og skot :)
Gengum svo með þeim í smá stund en létum þær svo fá frið fyrir okkur en eltum þær upp á Heiðarhornið og það passaði að þegar þangað var komið þá sá maður rétt yfir Hafnarfjallið og smá niður í Borgarfjörðinn en ekkert meira ..Smá stopp .örlítið nesti og svo niður af Heiðarhorninu .....nokkur hundruð metrar til baka og svo austan megin niður í Skarðsdalinn og niður hann niður að Efra Skarði þar sem við höfðum geymt bílana .Eitt nestistopp á leiðinni og örstutt stopp neðarlega í dalnum til að losa sig við broddana sem allir höfðu gengið vandræðalaust á í einhverja klukkutíma þegar þarna var komið við sögu :) Má auðvitað ekki gleyma þagnarstoppinu okkur en á leiðinni niður dalinn þegar við vorum að þjappa hópnum saman var ákveðið þegar hópurinn væri allur búinn að ná forustusauðunum að þegja í mínútu ...... skal segja ykkur að þögnin var alger ...eina sem maður heyrði var sónn í eyranu ......magnað alveg :) Ekki bílhljóð ,lækarniður ,fuglasöngur eða vindblær ...bara þögn !!!!!!!!
Gangan sjálf tók rúma 6 tíma ,þar af 4 tíma upp á Heiðarhornið með viðkomunni á Skarðshyrnuna og ég tel það vel af sér vikið hjá okkur .
Enda voru allir með sælubros meira og minna alla ferðina og þó að fólk hafi fundið fyrir örlitlum stirðleika eftir labbið þá var greinilegt á öllum að líðanin var mjög góð . Andleg vellíðan og góð líkamleg þreyta :)
Hekla er svo næsta fjall en hún verður gengin 20 apríl :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2008 | 17:35
Já ..var þarna í gær ,erfiðar aðstæður í klettunum
Það er svo sem ekkert auðvelt þessa dagana að fara ,,venjulegu'' leiðina upp á Þverfellshornið .
Keðjurnar á kafi í snjó og snjórinn háll og sumstaðar klaki .. Allt fullt af sporum þarna um allt eftir vana (og óvana)fjallamenn og mjög auðvelt að koma sér í erfiðar aðstæður ..auðveldara að komast upp en niður og svo þegar maður kemst ekki lengra upp þá þorir maður ekki niður ,,kannast við tilfinninguna þó að ég hafi ekki ennþá þurft að láta bjarga mér (7.9.13).....
En góð æfing fyrir björgunarsveitirnar og þó þeir vilji helst ekki þurfa að fara að bjarga fólki ,þá finnst þeim ekkert leiðinlegt að nota tækjaflotann sinn :)
En við munum þá fyrir næstu áramót að versla flugeldana hjá björgunarsveitunum :)
![]() |
Göngufólki komið til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2008 | 10:34
Þverfellshorn
Skrapp í gær upp á Þverfellshorn ...búinn að fara ótal ferðir á Esjuna í vor en alltaf bara upp að stein eða styttra fyrir utan eina undantekningu ..Eiginlega kominn með hundleið á þessari annars ágætu gönguleið :)
Annars gekk okkur vel í gær og vorum ekki nema klukkutíma upp að Steini ...þætti kannski ekki öllum það gott en okkur fannst það fínt ,með bakpoka og smá mótvind
Á kvað því að fara með hópinn minn alla leið á Þverfellshornið og hætta svo að brölta þar að sinni :)
Smá æfingar við að komast alla leið upp og ég fékk svona ónotatilfinningu einu sinni á leiðinlegum og bröttum stað en og hélt að ég myndi renna niður ...en um leið og Siggi sem var á undan mér upp fór að græja línu þá reif ég mig upp haftið og rauk upp restina af klettunum ....mikið hvað þrjóskan og montið geta farið með mann haha .. ...En nóg um það ..við komumst upp 5 félagar og ætlum nokkur að ráðast á Heiðarhornið á Skarðsheiðinni á sunnudag ....skal viðurkenna að ég er að verða þreyttur á öllu þessu brölti en það er bara tímabundið og tengist líka vökutímanum mínum þessa dagana .
Annars eru ekki nema rúmlega 40 dagar í Hnúkinn og bæði Hekla og Eyjafjallajökull á undan í dagskránni :) .....
Svo er best að ég geri það opinbert svo ég hætti ekki við hehe en ég stefni sem sé á 24/24 í sumar ..sjá
www.glerardalur.is
Á maður ekki alltaf að setja sér markmið :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 05:03
Gömul saga
Ætla að setja hérna inn gamla sögu sem ég skrifaði í fréttabréf Actavis eftir fyrstu ferðina mína á Hvannadalshnúk ..
Svo haldið þið línunni strekktri!! þrumaði Arnar, hann var leiðsögumaðurinn okkar.Í hvað var maður kominn? Staddur uppi á jökli, skyggni minna en ekki neitt, kominn í sigbelti með mannbrodda og ísöxi fasta á bakpokanum. Og nú var búið að festa mann við aðra sem voru í sömu sporum .Við vorum saman í línu, Júlli, Hilmar, Tryggvi, undirritaður, Krístín H., Susanne E., Helga H. og Björn T.
Bless Hafrún heyrðist í Tryggva, hann var staðráðinn í að vera á undan þróunarstjóranum á toppinn.
Jæja, ég vissi það svo sem þegar Júlli spurði hvort ég hefði áhuga á svona ferð að veðrið gæti verið misjafnt en ég ætlaði að vera þarna í sól og sumaryl eða því sem næst, ekki í miðju skýjaþykkni þar sem eini liturinn sem sást (ef maður horfði ekki á ferðafélagana) ... var GRÁHVÍTT !!
Já, sem betur fer sáu sumir ekki hvað brekkurnar voru langar því þá hefði þeim fallist hendur og rennt sér á rassinum til baka í stað þess að skoða jökulsprungur af mikilli ákefð (gott að það var traust fólk í línunni).
Eftir smá bras og þvæling til að komast fram hjá sprungum vorum við allt í einu komin upp í 1900 metra hæð og þunna loftið farið að segja til sín, að minnsta kosti blés maður eins og hvalur J. Við vorum náttúrulega fremst og þurftum að finna rétta leið og það tók stundum á að þurfa að vera að fara upp og niður en það tókst.
Jæja, þá varð það sléttan mikla, bara beint strik á hnjúkinn. Reyndar var þetta svolítið hlykkjótt hjá okkur en það var bara vegna þesa að leiðsögumaðurinn var svolítið vinstrisinnaður á göngunni (en menn sem hoppa úr þyrlu til að bjarga öðrum mega alveg ganga til vinstri mín vegna) en að lokum komum við að hnjúknum sjálfum. HVANNADALSHNJÚKUR gnæfði yfir okkur tignarlegur að vanda, við bara sáum það ekki . . . það var nefnilega ekki skyggni lengra en 25 metra!
Jæja, þá var það sjálf uppgangan. Nú var ísöxin allt í einu orðinn besti vinur manns því að manni vildi skrika fótur á hjarninu, en upp mjökuðumst við og að lokum var stoppað og broddarnir reimaðir undir skóna. Loksins!, hugsaði ég, enda búinn að hanga í næstu manneskju hálfa leiðina upp hjallann. Nú var haldið áfram og klöngrast yfir sprungur og alltaf var haldið áfram upp, upp og meira upp, ætlaði þetta aldrei að verða búið? Jæja, allt í einu var sagt: Bara 100 metrar eftir!, maður fylltist orku og þrótturinn streymdi um æðar og vöðva.
lengi, veðrið var afleitt, eiginlega bara bylur og læti. Júlli reif upp fánann og við stilltum okkur upp til myndatöku. Við vorum á toppnum, fyrst af okkar fólki.
Næsti hópur kom þegar við vorum búin að gera okkur klár til að fara niður og enn einu sinni heyrðist sagt glaðbeittum rómi í manninum fyrir aftan mig . . . Bless Hafrún!
Nú tók við aðalævintýrið, við villtumst aðeins út af réttri slóð og allt í einu vorum við komin inn í mitt sprungubelti í snarbröttum hlíðum Hnjúksins; aðeins til baka, aftur niður, yfir sprungu og aðra, upp aftur, fleiri sprungur. Nú var orðið kalt, mikið stoppað á meðan leiðsögumenn reyndu að finna færa leið sem tókst fyrir rest. J
Nú var arkað sömu leið til baka og nú var helmingur hópsins samferða í þremur línum, smá nestisstopp áður en mannbroddarnir voru teknir undan skónum og haldið af stað niður skriðjökulinn.
Nú var maður dreginn niður, sumum lá greinilega á að komast niður og komast í góða sturtu eftir erfiði dagsins!
Maður fann hvernig hnén bólgnuðu og þegar við stoppuðum neðst á skriðjöklinum til að taka af okkur línuna var maður kominn með staurfót á hægri, en úff við vorum ennþá í nokkur hundruð metra hæð. En niður var haldið með smá grettum og hléum og eftir rúmlega 14 klst. göngu var komið aftur á bílastæðið. Þreyttir og lúnir ferðalangar, þetta ætluðum við aldrei að gera (ég ætla samt aftur á næsta ári).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 14:44
Botnsúlur
Mig hefur alltaf langað að labba á Botnsúlur ,alltaf heillast af fjallinu þar sem það ber við himinn inn af Hvalfirði ,snjór í hlíðum langt fram á sumar ef ekki allt sumarið .
Gerði tilraun í haust til að labba á Miðsúlu (við héldum reyndar þá að við værum að fara á Syðstu-Súlu)
Ekkert gps með í för og kortið gleymdist í bílnum ..fjallgangan þá gekk ágætlega þangað til við áttum eftir kannski 150-200 metra upp en þá skall á okkur stórhríð og við skynsöm og drifum okkur niður fjallið og niður í bíl .
Núna voru aðstæður aðeins öðruvísi .Gps með í för og vitað hvert var verið að fara :) Sem sé stefnt beint á Miðsúlu :)
Gengum frá Langamel ,framhjá Stórabotni og um Leggjabrjótsleið áleiðis að fjallinu .
Í um 200 metra hæð var stefnan tekin beint upp fjallið eftir hrygg sem liggur langt upp í hlíðar þess og gekk gangan vel ,sumir fóru þó hægar yfir en aðrir en mér og fleirum tókst að draga viðkomandi upp erfiðasta hjallann :)
Eftir gott nestisstopp í 600 metra hæð var haldið áfram og gengið áfram upp fjallið og eftir 4 tíma göngu stóðum við á tindinum með ægifagurt útsýnið ..........i felum .
Skyggni var sem sé ca 25 metrar á toppnum og það þurfti að fara varlega ,smá gola efst en annars hafði veðrið verið gott til göngu þrátt fyrir smá snjómugggu alla leið .
Vorum sem sé 12 félagarnir sem stóðum á Miðsúlu hæst ánægð með árangur dagsins og það stefnir í að við verðum í fanta formi þann 17 mai þegar stóri dagurinn er áætlaður .
Trökkuðum okkur svo til baka niður efsta hluta fjallsins því þar er sumstaðar bratt niður og betra að fara sömu slóð til baka en sporin hurfu ótrúlega hratt þarna uppi þrátt fyrir að manni fyndist veðrið vera bara næstum ágætt :)........kannski sigurvíman að hafa klárað í þetta sinn en það var samt sett á stefnuskránna að fara aftur í sumar eða haust og þá í bjartara veðri :).
Komum í bíla eftir tæplega 6 tíma göngu og þó fólk hafi verið örlítið lúið var sælubros á öllum og enginn uppgefinn :).
Frábær endir á mikillri páskahelgi með Fermingum ,göngum ,matarboðum ,flísalögnum og örlítillri leti :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2008 | 16:31
Helgin strax fullkomin
Held að ég eigi eftir að muna þessa helgi lengi lengi :)
Fermdi strákinn minn á Skírdag ,labbaði frábæra göngu á föstudag í yndislegu veðri og frábærum félagskap og svo skemmtilegt kaffiboð í framhaldi á því ...........Matarboð í gær með góðum vinum og svo kom þetta ............Manchester United 3 -liverpool 0 ...gerist ekki betra og ég á samt eftir að labba á Botnsúlur en það er verkefni morgundagsins :)
Set þessa helgi örugglega vel á harða diskinnn í hausnum á mér :)
![]() |
Man. Utd með 6 stiga forystu eftir 3:0 sigur á Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 17:46
Grímannsfell var fjall dagsins
Við mættum 11 manns á fjall í dag ...nokkur andlit sem hafa ekki sést áður á fjalli í þessum hóp og það bara gott mál ,verra var að það vantaði pínulítið í kjarnann sem er hrygglengjan í þessum félagskap svo manni vantaði eitthvað .....þeir vita það sem skrópuðu :)
En hvað um það ,góð ganga og tekið þokkalega á því ,bratt til að byrja með en svo var þetta bara aflíðandi og næstum slétt en ..... veðrið enn einn daginn ..... alveg magnað ,er eiginlega farinn að trúa því að veðurguðirnir hafi á okkur eitthvað dálæti eða þá að þeir ætli sér að klára góða veðrið áður en við skellum okkur á hnúkinn í vor ......spurning ??
Nú vonast maður bara eftir góðu veðri um páskana ,stefnan er að fara í tvær göngur og það er vonandi að veðrið verði þokkalegt :)
Annars verður maður bara hafa þetta eins og mínir menn í enska ...druslast leikinn áfram en vinna samt og sitja auðvitað á toppnum þegar þetta er skrifað og með leik til góða ef ég man rétt ;)
Kveðjur
Halli
PS það má skrifa í gestabókina ...til þess er hún :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.3.2008 | 22:39
Stundum kemur eitthvað óvænt uppá
Ég verð að segja frá því að ég er í félagskap .....þar sem nokkrir úr þeim félagskap stefna á Hvannadalshnúk í vor .......ég er búinn að ganga á eftir einni manneskju í úr þessum hóp sem er að vinna hjá flottu fyrirtæki þar sem hægt er að fá þessar fínu útvistarvörur .......ganga á eftir henni segi ég og er þá að meina að fá hana til að redda afslætti því margir þarna eru kannski ekki alveg græjaðir á hnúkinn núna ......ég var svo sem með eiginhagsmuni í gangi líka því mig vantar nýjan vatns og vindgalla ............ svo ég er búinn að tala helling við manneskjuna upp á síðkastið ........... Var svo eitthvað að spjalla við göngugarpinn á msn í gær , ræða svona gönguleti ,göngutúra ,golf og rokið í vesturbænum ......Þvottavélastrákinn sem tengdi fyrir hana þvottavélina og bara sitt lítið af hverju .......svo dofnaði aðeins yfir spjallinu því ég var með imbann í gangi og þið vitið hvernig við karlmenn erum ...dettum inn í imbann ....ekki bókstaflega en nánast ......hún fór eitthvað að leika sér á netinu ....vafra ....... haldiði ekki svo að ég hafi allt í einu séð blikkandi msn gluggan frá henni og það lá við að ég sæi á henni að hún hefði unnið risapott í happadrætti ........... Halli .......við erum náskyld ....... kom þá ekki í ljós að langafinn ...og langamman eru sameiginleg ............lítill heimur Ísland ........... svo nú þarf ég kannski að bjóða einum í viðbót í fermingarveisluna á Skírdag ......................og ég sem er búinn að gera allt til að hafa sem fámennast ......en ég er sem sé búinn að ,,eignast'' nýja frænku ........til hamingju Ebba með nýja frændann :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 18:14
fjölbreytt helgi að baki
Þá er skemmtileg helgi að baki ...:)
Byrjaði á laugardg með smá jeppaleik í góða veðrinu (alltaf gaman að láta sig dreyma um að slyddujeppinn sé alvöru ) Fékk svo þær skelfilegu fréttir þegar ég opnaði tölvuna við heimkomu að Hermann og félagar í Portsmouth hefðu lagt hið magna lið Manchester United að velli á Old Trafford í enska bikarnum ..... maður brást næstum í grát ...... Nei nei . svona er bara boltinn ,við tökum bara englandsmeistaratitilinn og kannski meistaradeildina líka :) Arsenal eitthvað að hiksta heima fyrir sem er gott :) .
En ...deginum var reddað með heimsókn til kunningja þar sem hann bauð upp á snilldarmatreiddan þorsk ..og svo var skemmtilegur félagskapur þarna líka haha ..
En þá var það sunnudagurinn :) hann var frábær og byrjaði með skemmtilegri göngu á Móskarðshnúka ..gengum frá Hrafnhólum og inn með Haukafelli að Þverfelli og þar upp .....upp með þvergilinu og þaðan upp á topp í algjörri blíðu og þótt að sólin hafi falið sig öðru hvoru var veðrið meiriháttar og félagskapurinn ekki síðri.
Einhver hafði reyndar á orði að hann (hún) hefði áhyggjur af því að fara niður en var benmt snarlega á að Isaak Newton hefði komist að því fyrir löngu að allt sem færi upp ...kæmi aftur niður :)
Nú svo var bara að láta sig vaða niður ....auðvitað skemmtilegir skaflar til að renna sér niður eða hlaupa aðeins í snjó upp að hnjám ...bara fjör og hamingja
Gangan tók allt í allt um 6 tíma og eftir hana þá var maður í hálfgerðri vímu þó maður hafi líka verið örlítið lúinn :)
Sé það að þeir sem mættu þennan daginn fara létt upp á Hvannadalshnúk í vor en þangað er stefnt í mai .....vonandi að maður fái gott veður þar :)
Þakka göngufélögunum fyrir frábærann dag á fjalli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)