2.3.2008 | 12:59
Hengill í blíðviðri
Verð að segja ykkur frá gærdeginum Dagurinn var tekinn snemma miðað við helgi og var mæting við Húsgagnahöllina fyrir kl 09,00. Brunuðum 8 saman á tveimur bílum upp á Hellisheiði þar sem humyndin var að nota slóða orkuveitunnar til að renna sem næst Innstadal ....En þegar upp á heiðina var komið var veðrið bara alltof gott til að þvælast eitthvað í bíl :)
Lögðum því bílunum fyrir ofan Hamragilið og gengum sem leið lá beint yfir Skarðsmýrarfjallið og viður í Innstadal .
Smá tilfæringar til að komast niður af fjallinu þar sem okkar leið lá en hafðist ,aðeins að maður þyrfti að höggva spor í harðfennið í brekkunni niður í dalinn .
Reyndar hélt ég í línuspotta á leiðinni niður því engir voru broddarnir og brekkan brött svo ísöxin kom sér vel :)
Gengum svo yfir dalinn og tókum létt nestisstopp við skálann þarna undir rótum fjallsins :)
Strauið síðan tekið upp hrygginn eftir merktri leið en þegar upp hrygginn var komið var ákveðið að vara aðeins vinstrameginn við slóðina ,að vísu brattara að sjá en virtist ekki vera leið sem ætti að vera til vandræða :)
Undirritaður tróð sér reyndar fremst og tókst að koma sér í smá ógöngur svo aðrir leiðangursmenn höfðu vit á að elta ekki alveg sömu slóð :)
Upp á fjallið komumst við og gengum á Skeggja .losuðum okkur reyndar við bakbokana þar sem við ætluðum niður og hefðum átt að koma upp ...meira um það rétt bráðum :)
Nutum útsýnisins í smá stund uppi en veðrið var yndislegt ,sól og blíða og rétt að það væri andvari ,frost kannski um 5 til 6 gráður .
Leið síðan ákveðin með stikunum niður og það var eins gott að við ákváðum ekki að far þar upp því snjórinn var upp í klf meira og minna niður af hátinginum .
Mjög gaman að ganga niður svoleiðis en ekki hefði það verið gaman á leiðinni upp .
Nu var gengið rösklegar og fólki farið að lengja í bæinn enda kannski aðeins teigst á gönguáætlun . Niður skeggja yfir innstadalinn aftur og auðvitað næstum því sömu leið upp á Skarðmýrarfjallið aftur og niður hinummeginn þar sem bílarnir biðu .
Sem sé tvö fjöll og annað þeirra tvisvar :) Ekki skrítið að maður hafi verið lúinn á árshátíðinni sem maður var svo á í gærkvöldi .En dagurinn var yndislegur í alla staði og ég veit að ferðafélagarnir eru allir sama sinnis :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.2.2008 | 22:23
Það verður þá
Það verður þá bara einum Valsarnum færra á landinu og er það hið besta mál .
En finnst skítt ef satt er að ástæðan fyrir því að Dagur vildi ekki taka við Íslenska landsliðinu hafi verið sú að hann hafi verið nýbúinn að taka við sem starfi hjá Val .........en það sé engin hindrun í að taka við Austuríska liðinu .........
Rétt vona að ef sú staða kemur upp að Ísland og Austurríki eiga leik að Ísland rúlli upp þessum fjallagemlingum ..
![]() |
Dagur að taka við þjálfun austurríska landsliðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 10:49
Menning .
Er ekki verið að ganga full langt þegar sagan um úlfinn og grísina þrjá er bönnuð .
Með fullri virðingu fyrir annara manna trú þá er þetta saga sem maður ólst upp við sem barn.
Mér finnst hlutirnir stórfurðulegir þegar við verðum að taka tillit til annara trúarbragða .kynþátta og litarháttar með því að breyta menningarsögunni okkar samanber úlfinn og grísina þrjá og 10 litlir negrastrákar ..........
Tel mig vera lausan við kynþáttahatur en finnst svona atriði frekar til að skapa vanda heldur en hitt .
Getum við ekki bara öll lifað í sátt og tekið tillit til að við erum ekki öll eins án þess að við þurfum að breyta okkur ???
Bara svona smá vangaveltur um lífið og tilveruna .
![]() |
Sótt að gríslingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2008 | 07:14
Óútreiknanlegir púlarar
Var þetta sama liðið og datt út í bikarnum um helgina ???
Benites getur ekki blautann á Englandi en um leið og og hann er kominn með lið í meistaradeildina þá brillerar kallinn !!
Draumaúrslitin eru auðvitað Liverpool á móti hinu frábæra liði Manchester United sem vonandi vinnur sinn leik í kvöld ...þurfa samskonar spilamennsku og þeir sýndu um helgina þegar þeir sýndu Arsenal hvernig á að spila fótbolta :) :)
![]() |
Liverpool sigraði Inter 2:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.2.2008 | 20:43
Blautt á fjöllum :)
Skellti mér í dag á fjöll ....Ætlaði með nokkrum kunningjum á Móskarðshnúka en vegna mikilla snjóskafla og rigningar var þeirri áætlun stungið snökklega ofan í skúffu þegar við komumst að því að vegurinn var lokaður við Hrafnabjörg ....að minnstakosti fyrir gamlan slyddujeppa ..
Því var dósin staðin upp í Skálafell og gengið á toppinn þar ....ætluðum að taka lyftu en það var slökkt á henni ...Nei ,,,tilgangurinn er sem sé að undirbúa hópinn fyrir göngu á Hvannadalshnúk ..rölta á eitt eða tvö fjöll hér í nágrenninu í hverri viku og svo ætlum við alltaf hærra og hærra þangað til við endum á hnúknum um miðjan mai .......
Þessi ganga var svo sem ekki frásögum færandi nema hún var örlítið blautt ....takið eftir að ég sagði örlítið ...haha ...hún var reyndar svo blaut að það var varla þurr þráður á manni eftir gönguna og sumir gátu hellt vatninu og krapanum úr gönguskónum sínum
Þetta var auðvitað rennandi blautur snjór og krapi sem við óðum upp að hné á leið upp fjallið og rigningin ...já ...var bara eins og góð sturta nema hitastigið hefði mátt vera aðeins hærra ;) já og vindurinn kannski minna en 10 -12 metrar á sek :)
En skemmtileg ganga í fínum félagskap og upp fórum við og allir komust heim heilir .......garmurinn sá til þess :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er ekki eitthvað bogið við þetta ....Ekki auðvelt og ekki erfitt !! Og er þetta ekki svolítið hrokafullt að segja að það sé ekki erfitt að mæta C.Ronaldo
Vona heitt og innilega að Ronaldo (þessi sem er svo auðvelt að verjast en hefur samt skorað 27 mörk á tímabilinu ) setji eitt eða tvö mörk á nallana í dag
Reyndar er þetta auðvitað partur af sálfræðistríði sem er aldrei meira en þegar þessi tvö lið mætast en mér finnst leikmenn United vera hógværir að þessu sinni og er það vonandi bara forleikurinn af því að láta verkin tala
En held að handaband stjóranna verði í styttra lagi fyrir leik í dag og ekki viss um að það verði lengra eftir hann haha..
Go UNITED
![]() |
Gallas: Leikmenn United hrokafullir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2008 | 11:44
Ekkert múður á þessum bænum
![]() |
Ronaldo með milljón í SMS-sektir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 21:05
Mitt atkvæði
Núna ætla ég að láta Geir fá mitt atkvæði ,reyndar í fyrsta og síðasta sinn .
En frábært hjá honum að ætla að mæta og framtakið hjá Bubba ekki síðra .
Þeir eiga sem sé báðir hrós skilið því rasismi á ekki að líðast og þörf að berjast gegn honum miðað við nýjustu fréttir af Myspace .....
Held svei mér þá að ég mæti þó að þarna séu kannski ekki endilega þeir sem í mestu uppiáhaldi séu hjá mér :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2008 | 19:49
Jahá !!!!!
Þá er það hjólið ..bíllinn bara til spari :) Þetta er gjörsamlega steinhætt að vera fyndið :(
Ríkið mokar inn seðlum og ekki virðast olúfélögin vera að tapa miklum peningum og við bensín og olíukaupendur borgum brosandi og röflum á blogginu :)
![]() |
Eldsneyti hækkar mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2008 | 15:12
Fyndið fyrir flesta :)
Eitthvað hafði ég hugsað þetta blogg til að segja frá fjöllum og ferðalögum á þau og best að byrja á skemmtilegri sögu sem gerðist á laugardag en þá fór ég ásamt vinahóp upp á Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð .
Svo sem ekki frásögum færandi nema það var mjög blautt á okkur á leiðinni að fjallinu því rigningar undanfarinna dga höfðu búið til marga stóra og skemmtilega krapapytti sem þurfti að hlaupa rösklega yfir til að komast þokkalega þurr upp úr þeim hinumeginn .Sumir blotnuðu reyndar hraustlega í tærnar af ísköldum krapanum ;)
Upp á fjallið fórum við þó eitt og eitt él væru eitthvað að hrista okkur ,þó aðalega á toppnum en þar var ekki almennilega stætt :)
Því lá mér á að koma hópnum niður fjallið og óð áfram snjóskaflana sem flestir voru leiðinlega lagðir þunnu skæni af harðfenni sem maður sökk í með hverju skrefi ...en svo kom loksins skemmtilegur skafl og undirritaður skellti sér á afturendann og renndi sér af stað ................sem hann hefði kannski betur látið ógert ..ha ha ...því á hraðferðinni varð ég var við að skaflinn fór að mýkjast mikið og allt í einu blasti við þessi væni hnullungur ......beint fyrir framan mig !!!!
Nú .....ég reyndi að bremsa með löppunum en snjórinn var það mjúkur að það hægði lítið á ferðinni á mér .........áts....þetta var vont .....og er ennþá vont ............. því þrátt fyrir að hafa reynt að stoppa mig áður en árekstur yrði þá tókst það ekki og þrátt fyrir vel samanklemmda rassvöðva þá ákvað rófubeinið að skoða steininn betur ...og meira að segja losaði það steininn úr skaflinum því höggið var talsvert :(
Þess vegna er fólk beðið um að gera ekki mikið grín af mér þegar ég er að setjast niður og standa upp ...að minnstakosti ekki næstu daga :)
En munið bara að hafa gaman af lífinu og ég ætla örugglega að renna mér aftur niður skafl .......bara ekki alveg í bráð :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)