Fyndið fyrir flesta :)

Eitthvað hafði ég hugsað þetta blogg til að segja frá  fjöllum og ferðalögum á þau og best að byrja á  skemmtilegri sögu sem gerðist á laugardag en þá fór ég ásamt vinahóp upp á Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð .

Svo sem ekki frásögum færandi nema það var mjög blautt á okkur á leiðinni að fjallinu því rigningar undanfarinna dga höfðu búið til marga stóra og skemmtilega krapapytti sem þurfti að hlaupa rösklega yfir til að komast þokkalega þurr upp úr þeim hinumeginn  .Sumir blotnuðu reyndar hraustlega í tærnar af ísköldum krapanum ;)

Upp á fjallið fórum við þó eitt og eitt él væru eitthvað að hrista okkur ,þó aðalega á toppnum en þar var ekki almennilega stætt  :)

 Því lá mér á að koma hópnum niður fjallið og óð áfram snjóskaflana sem flestir voru leiðinlega lagðir þunnu skæni af harðfenni  sem maður sökk í með hverju skrefi ...en svo kom loksins skemmtilegur skafl og undirritaður skellti sér á afturendann og renndi sér af stað ................sem hann hefði kannski betur látið ógert  ..ha ha ...því á hraðferðinni varð ég var við að skaflinn fór að mýkjast mikið og allt í einu blasti við þessi væni hnullungur ......beint fyrir framan mig    !!!!

Nú .....ég reyndi að bremsa með löppunum en snjórinn var það mjúkur að það hægði lítið á ferðinni á mér .........áts....þetta var vont .....og er ennþá vont ............. því þrátt fyrir að hafa reynt að stoppa mig áður en árekstur yrði þá tókst það ekki og þrátt fyrir vel samanklemmda rassvöðva þá ákvað rófubeinið að skoða steininn betur ...og meira að segja losaði það steininn úr skaflinum því höggið var talsvert   :(

Þess vegna er fólk beðið um að gera ekki mikið grín af mér þegar ég er að setjast niður og standa upp ...að minnstakosti ekki næstu daga :)

 

En munið bara að hafa gaman af lífinu og ég ætla örugglega að renna mér aftur niður skafl .......bara ekki alveg í bráð :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver gerði grín af þér?!  Ég skal koma og lemja þann sem er svona vondur við þig...   Skórnir mínir eru enn blautir eftir þennan leiðangur en þetta var ferlega gaman!

elín (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband