Jahá !!!!!

Þá er það hjólið ..bíllinn bara til spari :) Þetta er gjörsamlega steinhætt að vera fyndið :(

Ríkið mokar inn seðlum og ekki virðast olúfélögin  vera að tapa miklum peningum og við bensín og olíukaupendur borgum brosandi og röflum á blogginu :)


mbl.is Eldsneyti hækkar mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru til bílar sem ekki ganga fyrir bensíni. Skipta bara yfir í rafmagnsbíl og málið er leyst.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:45

2 identicon

Hvernig rafmagnsbíl er hægt að keyra upp á hálendinu Bragi?? Hvernig rafmagnsbíl er hægt að keyra milli landshluta með hestakerru??

Hvernig rafmagnsbíl er hægt að nota til að flytja vörur út um allt land?? Hvernig rafmagnsbíl er hægt að nota til að keyra ferðamenn??

Rafmagnsbílar eru ekki lausn fyrir alla, sérstaklega ekki fólk sem býr úti á landi, vöru- og flutningabílstjóra, fólk í ferðaþjónustu og fleiri og fleiri.

Það er allskonar fólk sem bloggar - ekki bara fólk sem fer aldrei út úr bæ og hangir bara heima hjá sér.

"Skipta bara yfir í rafmagnsbíl og málið er leyst" - er bæði hlægileg og þröngsýn fullyrðing!

Illugi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Haraldur Halldór

Sæll Bragi Þór og þakka þér fyrir athugasemdina :)

Ég væri alveg sáttur við að aka um á rafmagnsbíl en þyrfti þá sennilega að eiga annan til að nota til að rúlla vestur á land og sækja börnin mín og þeirra hafurtask þegar það eru pabbahelgar .... Nú og eins á ég það til að fara eitthvað örlítið út fyrir malbikið til að komast nær fjöllunum sem ég rölti á ....

Svo rafmagnsbíll sem myndi henta mér í Reykjavík myndi ekki duga ...því hjóla ég bara meira hér innanbæjar og nota jepplinginn til að ferðast með fjölskyldu og komast nær fjöllunum ...

Þú kannski vilt selja mér einn REVA á góðum kjörum ;) ??

Haraldur Halldór, 12.2.2008 kl. 22:01

4 identicon

Illugi:

"Rafmagnsbílar eru ekki lausn fyrir alla".

Hárrétt! Flott hjá þér að benda á þetta. Það hefur einmitt verið margsýnt í rannsóknum að rafmagnsbílar henta einungis fyrir 95% almennings.

Hvernig væri að allir þeir skiptu yfir í rafmagnsbíla sem hafa kost á því og vöruflutningabílstjórarnir verða áfram á díselbílum, enda eru þeir ekki stóra vandamálið þegar að mengun kemur. Eins kemur það lítið við buddu almennings hvað bensínið kostar ef aðeins vöruflutningabílar eru að nota það og 4x4 fólkið.

Gott að þér finnst ég hlægilegur - ég skal hlæja dátt næst þegar ég er á mínum rafmagnsbíl við hliðina á þér og er að drukkna í útblæstrinum frá fjallajeppanum þínum eða langferðabifreiðinni inni í íbúðargötu í Garðabæ eða á götuljósum á Miklubraut (-:

Næst þegar ég er við hliðina á þér í þínum daglegu hestaflutningum skal ég líka telja upphátt "tíkall, tuttugu, þrjátíu, fjörutíu..." sem er sá kostnaður sem þú ert að leggja í þegar þú stendur kyrrstæður á ljósunum (eða það stefnir allavega í slíkan kostnað með hækkandi bensínverði) og ég er ekki að borga krónu á meðan.

Varðandi þröngsýnina eru í reyndar einmitt í framleiðslu bæði vöruflutningabílar og fólksflutningabifreiðar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Það að eitthvað sé ekki á markaðnum á Íslandi þýðir ekki endilega að það sé ekki til. Mætti jafnvel kalla þröngsýni að halda slíku fram (-;

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:06

5 identicon

Sæll, Haraldur.

Allir Reva bílarnir eru seldir á góðum kjörum (-; Þú ert allavega velkominn í reynsluakstur til að byrja með - það er alveg sérstök upplifun að aka um á svona bíl.

Auðvitað er það ef maður er raunsær myndu flestir vilja/þurfa að eiga tvo bíla. Þannig er það t.d. með mig sjálfan. Ég ek næstum allan minn akstur á rafmagnsbílnum en á mjög þægilegan Citroen C3 til að aka um þess á milli (t.d. þegar ég skrepp í heimsókn í Borgarnes eða eitthvað slíkt). Sparaði mér samt 12.000 kall í bensínkostnað í desember einum. Það var ljúft (-;

Eins og þú sérð nýti ég hvert tækifæri til að breiða út fagnaðarerindið og vona að þú fyrirgefir mér að ég noti bloggið þitt í það. Það eru bara allt of fáir sem vita af þessum möguleika - það þarf ekki endalaust að vera að dæla peningum í olíufyrirtækin (og ríkið) fyrir innanbæjarferðalögin. Flestir ættu náttúrulega bara að hjóla eða labba en ég t.d. er með fjóra vinnustaði og þarf flesta daga t.d. að ná úr menntaskólanum Hraðbraut upp í Borgarholtsskóla á 20 mínútum og svo aftur þaðan niður í Lindaskóla í Kópavogi og hef aftur 20 mínútur til þess. Þessu næði ég því miður ekki á tveimur jafnfljótum, þó mér veitti ekki af því - hef aldrei verið í betra formi en þegar ég bjó í London og "neyddist" til að labba 3 klst. á dag.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband