Sumarlok í nánd

Nú er sumri farið að halla og það er óhætt að segja að þetta sumar hefur verið með þeim betri síðan ég man eftir mér og þá er ég ekki bara að tala um veðrið :)

Ég er búinn að gera margt og mikið ,gengið á mörg fjöll ,heimsótt staði sem ég hef lítið heimsótt undanfarin ár, eignast góða vini og átt margar frábærar stundir með þeim ,sumum fleiri og betri stundir en með öðrum en svoleiðis er það bara :)

Ég er fékk mikilmennskubrjálæði og gekk Glerárdalshringinn og sagði eftir það að það myndi ég aldrei gera aftur ..... en   sjáum til næsta sumar :)

Ég er búinn að fara í nokkrar góðar útilegur ,gengið á nokkur skemmtileg fjöll ,farið í góðar gönguferðir ,ég skipti um vinnu og ég fór á Pæjumót á Siglufirði með dóttur mína.

Ég kom labbitúrafélaginu mínu formlega á koppinn ..

En ég er eiginlega ekkert búinn að spila golf og hef ekki haft tíma til að sakna þess :) 

En ég er búinn að eiga margar góðar stundir og margar þær bestu hafa tengst fjöllum ,ferðalögum og ólaunaðri aukavinnu sem ég hef staðið í fyrir vinkonu mína :) 

Sumarið er svo sem ekki alveg búið og kannski hægt að draga það langt fram á haustið .menningarnótt eftir rúma viku og þá er ætlunin að eiga góða kvöldstund í góðum hóp :) 

Svo er tími kominn til að fara að huga að gönguferðum vetrarins, og ath hvort ég komist ekki í haustlitaferð í Þórsmörk :)

Niðurstaðan er sú að sumarið var afbragðs gott  og nú er bara að stefna á ekki síðri vetur :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já stefnum á frábæran vetur  - það líst mér ótrúlega vel á fyrir þennan góða hóp!

Kær kveðja, Elín

Elín (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband